Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. maí 2022
  • Um 90 þús­und fer­metr­ar af at­vinnu­hús­næði í 30 bygg­ing­um
  • Skipu­lag­ið mun taka mið af legu Borg­ar­línu í gegn­um svæð­ið
  • At­vinnukjarn­inn verð­ur um­hverf­is­vott­að­ur á grunni BREEAM

  Reit­ir og Mos­fells­bær und­ir­rit­uðu þann 6. maí sam­komu­lag um upp­bygg­inu á nýj­um at­vinnukjarna í landi Reita á Blika­stöð­um, á svæði við Vest­ur­lands­veg milli Úlfars­fells og Korpu. At­vinnusvæði Reita er sunn­an við fyr­ir­hug­aða nýja íbúða­byggð á svæð­inu.

  Sam­komu­lag­ið ramm­ar inn sam­starf Mos­fells­bæj­ar og Reita um af­greiðslu deili­skipu­lags og gatna­gerð í sam­ræmi við skipu­lagstil­lög­ur sem Reit­ir hafa unn­ið að í sam­starfi við sveit­ar­fé­lag­ið á umliðn­um árum.

  At­vinnukjarn­inn verð­ur skipu­lagð­ur fyr­ir fjöl­breytta at­vinnu­starf­semi eins og skrif­stof­ur, versl­un og þjón­ust­u­starf­semi. Skipu­lag at­vinnukjarn­ans ger­ir ráð fyr­ir 90 þús­und fer­metr­um af at­vinnu­hús­næði í um 30 bygg­ing­um. Þá tek­ur skipu­lag­ið mið af fyr­ir­hug­aðri Borg­ar­línu í gegn­um svæð­ið og hverf­ið verð­ur um­hverf­is­vott­að á grunni krafna BREEAM Comm­unities, sem fel­ur í sér að hug­að verð­ur mjög vel að um­hverf­is­þátt­um og sjálf­bærni hverf­is­ins.

  Sam­komu­lag­ið ger­ir ráð fyr­ir að gatna­fram­kvæmd­ir geti haf­ist vor­ið 2023 og að bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir fyrsta áfanga hefj­ist strax í kjöl­far­ið.

  Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar:

  „Við hjá Mos­fells­bæ erum mjög ánægð með þró­un þessa verk­efn­is og telj­um að hug­mynd­ir Reita falli vel að áhersl­um okk­ar og séu til þess falln­ar að mæta fram­tíð­ar kröf­um at­vinnu­lífs­ins um lif­andi og opna at­vinnukjarna. Áhersl­ur Reita á sviði um­hverf­is­mála falla vel að áhersl­um Mos­fells­bæj­ar sem hef­ur ver­ið leið­andi sveit­ar­fé­laga á sviði um­hverf­is­mála enda erum við í nán­um tengsl­um við nátt­úr­una og land­ið og styðj­um öll góð áform í þeim efn­um. Hin nýi at­vinnukjarni verð­ur síð­an vel tengd­ur við stór­efld­ar al­menn­ings­sam­göng­ur sem og nýja íbúa­byggð í landi Blikastaða. Þessi upp­bygg­ing Reita er því einkar ánægju­leg og mun án alls efa stuðla að fleiri og fjöl­breytt­ari at­vinnu­tæki­fær­um í Mos­fells­bæ.“

  Frið­jón Sig­urð­ar­son, fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar­sviðs Reita:

  „Þessi samn­ing­ur er mik­il­væg­ur áfangi fyr­ir okk­ur hjá Reit­um því nú fer verk­efn­ið af skipu­lags­stigi yfir á fram­kvæmda­stig. Sam­hliða af­greiðslu á nýju deili­skipu­lagi get­ur gatna­hönn­un haf­ist ásamt hönn­un bygg­inga í fyrsta áfanga.“

  Guð­jón Auð­uns­son, for­stjóri Reita:

  „Á næstu árum munu Reit­ir standa að upp­bygg­ingu á nýj­um at­vinnukjarna fyr­ir allt höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Land­ið er ákaf­lega vel stað­sett og nýt­ur mik­illa um­hverf­is­gæða. Svæð­ið hef­ur ver­ið skipu­lagt með um­hverfi og sjálf­bærni að leið­ar­ljósi, sem mun án efa laða til sín fram­sýn fyr­ir­tæki sem vilja skapa fyrsta flokks að­stöðu fyr­ir starfs­fólk og við­skipta­vini í grænu um­hverfi“