Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. september 2024

Vega­gerð er hafin í nýju at­vinnu­hverf­inu Korpu­túni sem rísa mun við Vest­ur­landsveg á mörk­um Mos­fells­bæj­ar og Reykja­vík­ur. Svæð­ið til­heyr­ir Blikastaðalandi þar sem fyr­ir­hug­uð er um­fangs­mik­il upp­bygg­ing nýs íbúða­hverf­is. Reit­ir fast­eigna­fé­lag er eig­andi þró­un­ar­svæð­is­ins og fer fyr­ir upp­bygg­ing­unni. Nú þeg­ar hafa for­svars­menn Bón­us lýst yfir vilja til þess að verslun fé­lags­ins verði á svæð­inu og þá hef­ur JYSK sam­ið við Reiti um kaup á lóð þar sem er gert ráð fyr­ir ríf­lega 17 þús­und fer­metra byrgg­ing­ar­magni. Hverf­ið verð­ur á stærð við Skeif­una og hef­ur rúm­lega 20% af því ver­ið ráð­stafað og er fyrsta vist­vott­aða at­vinnusvæð­ið á Ís­landi. Korputún er skipu­lagt út frá þörf­um fólks og nátt­úr­unn­ar en ekki síð­ur út frá hefð­bundn­um þátt­um, s.s. að­gengi, vöru­flutn­ing­um og sýni­leika.

„Ég fagna því að við séum að hefja upp­bygg­ingu á þessu nýja at­vinnusvæði í Mos­fells­bæ. Það styrk­ir sam­fé­lag­ið hér að fá ný fyr­ir­tæki á svæð­ið, bæði hvað varð­ar þjón­ustu við íbúa en ekki síst að fjölga at­vinnu­tæki­fær­um. Við eig­um í mjög góðu sam­starfi við Reiti um þró­un at­vinnusvæð­is­ins og höf­um vænt­ing­ar um að fá hing­að öfl­ug og fjöl­breytt fyr­ir­tæki. Það er mik­ið fagn­að­ar­efni að nú þeg­ar hafi tvö öfl­ug fyr­ir­tæki tryggt sér hús­næði á svæð­inu, JYSK og ný verslun Bón­us í Korpu­túni sem verð­ur þjón­ustu­bót fyr­ir íbúa Mos­fells­bæj­ar.“
– Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00