Verksamningar hafa verið undirritaðir við Metatron ehf, sem var lægstbjóðandi, um nýtt gervigrasyfirborð og vökvunarkerfi á Varmárvelli.
Vökvunarkerfið sem er með 6 vökvunarstúta verður notað til að bleyta völlinn fyrir leiki til að gera rennslið á boltanum betra. Markmiðið með endurnýjun á grasyfirborði vallarins er að hann uppfylli kröfur til keppni í efstu deildum á Íslandi.
Áætlað er að framkvæmdir standi yfir út maí 2023.
Beðist er velvirðingar á þeirri röskun sem þessar framkvæmdir kunna að valda og eru íbúar beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi og þolinmæði.