Mosfellsbær og Ístak hafa undirritað uppbyggingarsamning vegna fyrsta áfanga Helgafellsskóla.
Bygging skólans verður stærsta einstaka framkvæmd sveitarfélagsins á næstu misserum. Heildarstærð hússins verður um 7.300 m² og áætlaður byggingarkostnaður um 3.500 milljónir.
Skólinn verður byggður í fjórum áföngum og áætlanir gera ráð fyrir að fyrsti áfangi sem er um 4.000 m² verði tekinn í notkun veturinn 2018-2019. Uppbyggingarhraði mun að einhverju leyti taka mið af uppbyggingu hverfisins.
Líkan og tölvumyndir af hönnun Helgafellsskóla er til sýnis í Kjarna við inngang Bókasafnsins.
Tengt efni
Framkvæmdir við lokahús við Víðiteig eru hafnar
Tveir nýjir leikvellir í Helgafellshverfi tilbúnir
Helgafellsskóli hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2024
Mosfellsbær óskar Helgfellsskóla innilega til hamingju með Íslensku menntaverðlaunin fyrir framúrskarandi þróunarverkefni.