Í liðinni viku hófust gatnaframkvæmdir á Reykjavegi til móts við Ísfugl.
Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar sem felur í sér að koma niður undirgöngum fyrir hestaumferð undir Reykjaveginn ásamt endurmótun aðliggjandi stíga og umhverfis. Á meðan á framkvæmdum stendur er nauðsynlegt að beina umferð um hjáleið þar sem Reykjavegurinn verður grafinn í sundur.
Áætluð verklok eru í nóvember.
Við biðjumst velvirðingar á þeirri röskun sem þessi framkvæmd kann að valda og eru vegfarendur beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi.