Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. janúar 2020

Mos­fells­bær er að end­ur­bæta þak á Íþróttamið­stöð­inni að Varmá.

Hluti af þak­inu hef­ur ver­ið end­ur­bætt­ur en fyr­ir ligg­ur að fram­kvæma end­ur­bæt­ur á þeim hluta sem er óvið­gerð­ur. Sá hluti sem þeg­ar er við­gerð­ur er ein­ung­is lít­ill hluti af þak­flet­in­um.

Verk­efni þetta fel­ur í sér út­veg­un og smíði á þeim hluta burð­ar­virk­is­ins sem þarf að end­ur­nýja, þ.e. ein­ing­um sem eru á milli burð­ar­sperra í hús­inu. Þeim verði skilað og kom­ið fyr­ir eins og þær ein­ing­ar sem fyr­ir eru. Þær eru ein­angr­að­ar og full­frá­gengn­ar að neð­an. Verktaki skal setja nýj­an þak­dúk sama­var­andi þeim sem fyr­ir er, ásamt því að end­ur­nýja og tengja raf­drifn­ar reyk­los­un­ar­lúg­ur. Öll út­veg­un efn­is og all­ur frá­gang­ur fylgi verk­lýs­ing­um og verði unn­in í sam­ráði við verk­kaupa og verk­eft­ir­lit.

Helstu verk­þætt­ir í verki, sem þetta út­boð nær til, eru eft­ir­far­andi:

  • Fjar­læg­ing og förg­un þak­dúks og burðarplatna
  • Við­gerð­ir á þak­sperr­um (Gitter sperr­ur )
  • Smíði á burðar­plöt­um og frá­gang­ur ofan á sperr­ur
  • Ásetn­ing á nýj­um þak­dúki ásamt frá­gangi við þak­brún­ir
  • End­ur­nýj­un reyk­los­un­ar­lúga og teng­ing­ar
  • Efn­isút­veg­un
  • Varn­ir inn­an­húss vegna fram­kvæmda

Helstu magn­töl­ur eru:

  • End­ur­bæt­ur á þaki – 2.400 m2
  • Fjöldi burðarplatna (áætlað) – 20 stk.

Verk­inu skal að fullu lok­ið 12. ág­úst 2020.

Út­boðs­gögn verða af­hent í af­greiðslu bæj­ar­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 2. hæð frá og með klukk­an 10:00 á þriðju­deg­in­um 28. janú­ar 2020.

Til­boð­um skal skilað á sama stað, bæj­ar­skrif­stof­ur Mos­fells­bæj­ar, eigi síð­ar en föstu­dag­inn 14. fe­brú­ar 2020 kl.13:00 og þau opn­uð að við­stödd­um þeim bjóð­end­um sem þess óska.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00