Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. september 2024

Fram­kvæmd­ir eru nú á loka­metr­un­um við breikk­un Reykja­veg­ar inn við Reyki og end­ur­gerð bið­stöðv­ar strætó á sama stað. Beygj­an á Reykja­vegi hef­ur nú ver­ið breikk­uð og ak­rein­ar þar að­skild­ar til að tryggja auk­ið um­ferðarör­yggi. Sam­hliða hef­ur bið­stöð strætó og bið­rein stræt­is­vagna ver­ið end­ur­gerð. Þá hef­ur ver­ið unn­ið að gerð göngu­leiða frá Bjargsvegi og upp að Reykj­um en íbú­ar á svæð­inu hafa óskað eft­ir bætt­um göngu­leið­um og bættu um­ferðarör­yggi.

Gulu örv­arn­ar sýna akst­urs­stefnu upp Reykja­veg­inn og svörtu örv­arn­ar sýna akst­urs­leið stræt­is­vagna inn og út af bið­stöð við enda­stöð Reykja­vegs.

Beðist er vel­virð­ing­ar á því raski sem hef­ur orð­ið af fram­kvæmd­un­um og íbú­um og öðr­um veg­far­end­um þökk­uð auð­sýnd þol­in­mæði.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00