Framkvæmdir eru nú á lokametrunum við breikkun Reykjavegar inn við Reyki og endurgerð biðstöðvar strætó á sama stað. Beygjan á Reykjavegi hefur nú verið breikkuð og akreinar þar aðskildar til að tryggja aukið umferðaröryggi. Samhliða hefur biðstöð strætó og biðrein strætisvagna verið endurgerð. Þá hefur verið unnið að gerð gönguleiða frá Bjargsvegi og upp að Reykjum en íbúar á svæðinu hafa óskað eftir bættum gönguleiðum og bættu umferðaröryggi.
Gulu örvarnar sýna akstursstefnu upp Reykjaveginn og svörtu örvarnar sýna akstursleið strætisvagna inn og út af biðstöð við endastöð Reykjavegs.
Beðist er velvirðingar á því raski sem hefur orðið af framkvæmdunum og íbúum og öðrum vegfarendum þökkuð auðsýnd þolinmæði.