Truflanir voru á vatnsveitu í efstu byggðum Mosfellsbæjar í morgun, laugardaginn 18. janúar. Ástæðan var óheimil notkun vatns úr brunahana. Rétt er að árétta að brunahanar eru í eigu Mosfellsbæjar og á ábyrgð MosVeita. Notkun þeirra er einungis heimil Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins. Notkun í heimildarleysi getur valdið truflun á vatnsveitu og mögulegum skemmdum á brunahönum og þar með skert öryggi.
Við biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum.