Kosið er um íþróttafólk sem kemur úr röðum starfandi íþróttafélaga/deilda í bæjarfélaginu eða á lögheimili í Mosfellsbæ en stundar íþrótt sína utan sveitarfélagsins.
Íþrótta- og tómstundanefnd mun leita álits hjá sérsamböndum ÍSÍ komi tvær eða fleiri tilnefningar frá sömu íþróttagrein.
Hægt er að tilnefna:
- Íþróttakonu ársins
- Íþróttakarl ársins
- Lið ársins
- Þjálfara ársins
Allar tilnefningar og ábendingar má senda í gegnum þjónustugátt Mosfellsbæjar fyrir 24. nóvember.
Allar nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið dana@mos.is.
Íþrótta- og tómstundanefnd
Tengt efni
Tilnefningar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2024
Hægt er að senda inn tilnefningar til 19. nóvember 2024.
Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2023 heiðrað við hátíðlega athöfn í Hlégarði fimmtudaginn 11. janúar
Tilnefningar voru 21 og eins og áður gafst bæjarbúum kostur á, ásamt íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa úr hópi tilnefndra íþróttafólk ársins 2023. Á sama tíma var þjálfari, lið og sjálfboðaliði ársins heiðruð.
Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar 2023
Átta konur og ellefu karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2023.