Uppfært 21. júlí: Miðvikudagskvöldið 21. júlí er stefnt á að malbika Vesturlandsveg við Fiskilæk. Stefnt er á að klára að malbika allan kaflann í einu og munu framkvæmdirnar því standa yfir frá kl. 21:00 í kvöld og fram eftir degi á morgun, fimmtudaginn 22. júlí.
Miðvikudagskvöldið 21. júlí og aðfaranótt fimmtudags 22. júlí er stefnt á að malbika Vesturlandsveg við Fiskilæk, ef veður leyfir. Veginum verður lokað við Melasveitarveg fyrir umferð á leið suður og verður hjáleið um Melasveitarveg. Umferð á leið norður ekur meðfram vinnusvæði. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 21:00 til kl. 07:00.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.