Mánudaginn 5. júlí er stefnt á að malbika kafla á Þingvallavegi á milli Gljúfrasteins og Hrafnhólavegar.
Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir: Mánudaginn 5. júlí er stefnt á að malbika kafla á Þingvallavegi á milli Gljúfrasteins og Hrafnhólavegar. Kaflinn er um 2.450m og verður Þingvallavegi lokað meðan á framkvæmdum stendur. Hjáleið verður merkt um Hvalfjörð og Kjósaskarðsveg. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp.
Áætlað er að framkvæmdir byrji kl. 07:00 en veginum verður lokað kl. 09:00 og þar til framkvæmdum lýkur á miðnætti.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.