Uppfært 15. júlí: Hætt hefur verið við fyrirhugaðar malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi sem fara áttu fram í kvöld, fimmtudagskvöldið 15. júlí og aðfaranótt föstudags 16. júlí.
Fimmtudagskvöldið 15. júlí og aðfaranótt föstudags 16. júlí er stefnt á að malbika hringtorg á Vesturlandsvegi við Skarhólabraut, ef veður leyfir. Vesturlandsvegi verður lokað á milli Úlfarsfellsvegar og Reykjavegar og verður hjáleið um Úlfarsfellsveg, Hafravatnsveg og Reykjaveg. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 20:00 til kl. 05:00.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.