Í nótt verður vegkafli á Vesturlandsvegi, á milli Langatanga og Reykjavegar, þrengdur frá tveimur akreinum í eina, inn og út úr bænum (ein akrein í hvora átt).
Áætlað er að þetta fyrirkomulag standi yfir í þrjár vikur. Verktaki mun leitast við að hafa eins rúmt um umferð og kostur er og framkvæmd leyfir.
Við biðjumst velvirðingar á þeirri röskun sem þessi framkvæmd kann að valda og eru vegfarendur beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi.
Tengt efni
LED-væðing í Mosfellsbæ
Samningur við Fagurverk
Upplýsingar til húseigenda og íbúa í Lágholti um fyrirhugaðar framkvæmdir
Fyrirhugaðar stórframkvæmdir á veitukerfi í Lágholti.