Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Þjónustubygging að Varmá.
Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna Þjónustubyggingar að Varmá.
Helstu verkþættir eru:
Verkið felst í að byggja þjónustubyggingu við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Um er að ræða viðbyggingu, tveggja hæða þjónustuhús með kjallara. Húsið á að tengja saman núverandi mannvirki og auðvelda innbyrðis tengsl þeirra og umferðarleiðir til að tryggja aðgengi fyrir alla. Einnig verða framkvæmdar breytingar á eldri aðliggjandi rýmum í tengslum við framkvæmd þessa.
Helstu magntölur:
- Uppúrtekt 2100 m³
- Fylling 1100 m²
- Mót 3400 m²
- Járn 48000 kg
- Steypa 500 m³
- Nýbygging fyrstu og annarri hæð allt að 750 m²
- Kjallari 400 m²
- Breytingar á núverandi húsnæði 224 m²
- Álgluggar og gler 205 m²
- Þakfrágangur „letttag“ 514 m²
Verkinu skal að fullu lokið í lok árs 2023 í samræmi við ákvæði útboðsgagna.
Útboðsgögn eru eingöngu afhent rafrænt. Beiðnir um útboðsgögn má senda á netfangið mos@mos.is. Þar sem tilgreina þarf nafn fyrirtækis og tengiliðs. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar fimmtudaginn 19. maí 2022 frá kl. 11:00.
Tilboðum skal skilað á sama stað, bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, eigi síðar en föstudaginn 10. júní 2022 kl.11:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.