Bilunin í Hellisheiðarvirkjun var umfangsmeiri en upphaflega var talið.
Búist er við að viðgerðinni ljúki að fullu í kvöld. Eftir að viðgerð lýkur tekur um hálfan sólahring að vinna upp vatnsforða til að geta staðið undir fullri eftirspurn. Því er ljóst að sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu munu ekki opna í fyrramálið. Staðan verður metin aftur á morgun, þriðjudaginn 20. desember.