Laugardagskvöldið 6. febrúar verður haldin vegleg hátíð í Lágafellslaug undir heitinu Sundlauganótt.
Sundlauganótt tengist fjögurra daga glæsilegri Vetrarhátíð sem haldin er dagana 4. – 7. febrúar og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.
Boðið er frítt í Lágafellslaug frá kl. 19:00 – 21:00. Í boði er frábær skemmtun fyrir fjölskylduna og kjörið að eiga saman notalega kvöldstund í sundi. Agua Zumba: Tónlist, dans, gusugangur, fjör og gleði. Vinir okkar úr Latabæ kíkja í heimsókn og halda uppi söng og gleði og skemmtilegum æfingum á sundlaugarbakkanum. Stanslaus tónlist undir stjórn Baldurs DJ. Arnór Guðmunds og bræður sjá um keppni á Wipeoutbrautinni vinsælu allan tímann. Pylsur og safi fyrir 100 kr. og ís í boði Emmess.
- Tímasetning: 6.2.2016 – kl. 19:00 – 21:00
- Staðsetning: Lágafellslaug, Lækjarhlíð 1A, Mosfellsbæ
- Heimilisfang: Lækjarhlíð 1a, 270 Mosfellsbær
Sundlauganótt
Eins og áður sagði verður sundlauganótt haldin laugardagskvöldið 6. febrúar en frítt verður í sund frá klukkan fjögur til miðnættis í 10 sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Gestir fá að upplifa einstaka kvöldstund í sundlaugunum þar sem ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi. Dagskráin í ár er afar fjölbreytt en meðal þess sem er í boði er jóga, dans, sundpóló og kórgjörningur í gufubaði. Þær sundlaugar sem taka þátt í Sundlauganótt að þessu sinni eru: Álftaneslaug, Árbæjarlaug, Ásvallalaug, Klébergslaug, Lágafellslaug, Laugardagslaug, Salalaug (Sundlaugin Versölum), Sundhöll Reykjavíkur, Sundlaug Kópavogs og Vesturbæjarlaug.
Vetrarhátíð
Fjögurra daga glæsileg Vetrarhátíð verður haldin frá 4. – 7. febrúar og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hátíðin hefst með setningarathöfn og mikilli ljósasýningu við Hörpu, fimmtudagskvöldið 4. febrúar.
Þetta er í þrettánda sinn sem þessi hátíð ljóss og myrkurs er haldin en fjórar meginstoðir hátíðarinnar eru: Safnanótt, Sundlauganótt, Snjófögnuður og Ljósalist ásamt 150 viðburðum sem þeim tengjast. Megintilgangur Vetrarhátíðar er að skemmta fólki á höfuðborgarsvæðinu og gefa því tækifæri til að njóta menningar og útiveru í eigin sveitarfélagi og/eða heimsækja nágranna sína í nærliggjandi sveitarfélagi.
Höfuðborgarstofa hefur yfirumsjón með hátíðinni og eru allir viðburðir á henni ókeypis.
Skipulag Vetrarhátíðar
- 4. febrúar, fimmtud. kl. 19.30: Opnunarkvöld við Hörpu, ljósalistaverk og snjóbrettapartý.
- 5. febrúar, föstud. kl. 19-24: Safnanótt í tæplega 40 söfnum.
- 6. febrúar, laugard. kl. 16-24: Sundlauganótt í 10 sundlaugum.
- 7. febrúar, sunnud.: Snjófögnuður í Bláfjöllum.
- +150 viðburðir
Tengt efni
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Tilmælum aflétt
Sundlaugar opnuðu í morgun