Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. febrúar 2016

Laug­ar­dags­kvöld­ið 6. fe­brú­ar verð­ur hald­in veg­leg há­tíð í Lága­fells­laug und­ir heit­inu Sund­laug­anótt.

Sund­laug­anótt teng­ist fjög­urra daga glæsi­legri Vetr­ar­há­tíð sem hald­in er dag­ana 4. – 7. fe­brú­ar og fer há­tíð­in fram í öll­um sex sveit­ar­fé­lög­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Boð­ið er frítt í Lága­fells­laug frá kl. 19:00 – 21:00. Í boði er frá­bær skemmt­un fyr­ir fjöl­skyld­una og kjör­ið að eiga sam­an nota­lega kvöldstund í sundi. Agua Zumba: Tónlist, dans, gusu­gang­ur, fjör og gleði. Vin­ir okk­ar úr Lata­bæ kíkja í heim­sókn og halda uppi söng og gleði og skemmti­leg­um æf­ing­um á sund­laug­ar­bakk­an­um. Stans­laus tónlist und­ir stjórn Bald­urs DJ. Arnór Guð­munds og bræð­ur sjá um keppni á Wipeout­braut­inni vin­sælu all­an tím­ann. Pyls­ur og safi fyr­ir 100 kr. og ís í boði Em­mess.

  • Tíma­setn­ing: 6.2.2016  – kl. 19:00 – 21:00
  • Stað­setn­ing: Lága­fells­laug, Lækj­ar­hlíð 1A, Mos­fells­bæ
  • Heim­il­is­fang: Lækj­ar­hlíð 1a, 270 Mos­fells­bær

Sund­laug­anótt

Eins og áður sagði verð­ur sund­laug­anótt hald­in laug­ar­dags­kvöld­ið 6. fe­brú­ar en frítt verð­ur í sund frá klukk­an fjög­ur til mið­nætt­is í 10 sund­laug­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Gest­ir fá að upp­lifa ein­staka kvöldstund í sund­laug­un­um þar sem ljós, myrk­ur og gleði verða alls­ráð­andi. Dag­skrá­in í ár er afar fjöl­breytt en með­al þess sem er í boði er jóga, dans, sundpóló og kór­gjörn­ing­ur í gufu­baði. Þær sund­laug­ar sem taka þátt í Sund­laug­anótt að þessu sinni eru: Álfta­nes­laug, Ár­bæj­ar­laug, Ás­valla­laug, Klé­bergs­laug, Lága­fells­laug, Laug­ar­dags­laug, Sala­laug (Sund­laug­in Versöl­um), Sund­höll Reykja­vík­ur, Sund­laug Kópa­vogs og Vest­ur­bæj­ar­laug.

Vetr­ar­há­tíð

Fjög­urra daga glæsi­leg Vetr­ar­há­tíð verð­ur hald­in frá 4. – 7. fe­brú­ar og fer há­tíð­in fram í öll­um sex sveit­ar­fé­lög­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Há­tíð­in hefst með setn­ing­ar­at­höfn og mik­illi ljósa­sýn­ingu við Hörpu, fimmtu­dags­kvöld­ið 4. fe­brú­ar.

Þetta er í þrett­ánda sinn sem þessi há­tíð ljóss og myrk­urs er hald­in en fjór­ar meg­in­stoð­ir há­tíð­ar­inn­ar eru: Safn­anótt, Sund­laug­anótt, Snjófögn­uð­ur og Ljósal­ist ásamt 150 við­burð­um sem þeim tengjast. Meg­in­til­gang­ur Vetr­ar­há­tíð­ar er að skemmta fólki á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og gefa því tæki­færi til að njóta menn­ing­ar og úti­veru í eig­in sveit­ar­fé­lagi og/eða heim­sækja ná­granna sína í nær­liggj­andi sveit­ar­fé­lagi.

Höf­uð­borg­ar­stofa hef­ur yf­ir­um­sjón með há­tíð­inni og eru all­ir við­burð­ir á henni ókeyp­is.

Skipu­lag Vetr­ar­há­tíð­ar

  • 4. fe­brú­ar, fimmt­ud. kl. 19.30: Opn­un­ar­kvöld við Hörpu, ljósal­ista­verk og snjó­brettapartý.
  • 5. fe­brú­ar, föst­ud. kl. 19-24: Safn­anótt í tæp­lega 40 söfn­um.
  • 6. fe­brú­ar, laugard. kl. 16-24: Sund­laug­anótt í 10 sund­laug­um.
  • 7. fe­brú­ar, sunn­ud.: Snjófögn­uð­ur í Bláfjöll­um.
  • +150 við­burð­ir

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00