Lögð verður mikil áhersla á útivist og almennar íþróttir ásamt tómstundum. Farið verður í stuttar ferðir, leiki, hjólreiðatúr, íþróttir, fjallgöngu, ratleik, sund og margt fleira skemmtilegt.
Ath. Að námskeið geta fallið niður ef að næg þátttaka næst ekki.
Námskeiðin eru fyrir nemendur í yngstu 4. bekkjum grunnskóla og einnig fyrir þau sem eru að hefja skólagöngu á komandi hausti.
Þau börn sem að þurfa á stuðning að halda, fá hann en þurfa að senda póst á Diljá Rún, diljarun[hja]mos.is, með helstu upplýsingum. Við bendum foreldrum á að sækja um tímalega svo hægt sé að manna stuðninginn eftir þörfum.
Tengt efni
Opnað fyrir nýtingu frístundaávísana allt árið
Fjölbreytt og skemmtilegt starf í Tröllabæ
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.