Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. júní 2024

Mið­viku­dag­inn 12. júní voru af­hent­ir styrk­ir úr Klöru­sjóði en markmið sjóðs­ins er að stuðla að ný­sköp­un og fram­þró­un í skóla- og frí­stund­astarfi í Mos­fells­bæ.

Í sjóð­inn geta sótt kenn­ar­ar, kenn­ara­hóp­ar, að­r­ir fag­að­il­ar sem starfa við skóla/frístund í Mos­fells­bæ, einn skóli eða fleiri skól­ar/fag­að­il­ar í sam­ein­ingu sem og fræðslu- og frí­stunda­svið í sam­starfi við skóla.

Veitt­ir eru styrk­ir einu sinni á ári úr sjóðn­um. Heild­ar­fram­lag sjóðs­ins árið 2024 eru þrjár millj­ón­ir.

Að þessu sinni hlutu eft­ir­far­andi verk­efni styrk úr sjóðn­um:

  • Verk­leg vís­indi, Varmár­skóli
    Verk­efn­ið mun auka verk­lega kennslu í nátt­úru­grein­um í Varmár­skóla með fjöl­breyttu náms­efni sem auð­veld­ar kenn­ur­um að nálg­ast við­fangs­efn­in á skap­andi hátt. Með þess­um styrk að upp­hæð 500.000 kr. mun Varmár­skóli fjár­festa í náms­efni sem efl­ir kennslu í eðl­is­fræði og stærð­fræði.
  • Nám­skeið í mark­miða­setn­ingu fyr­ir elstu nem­end­ur grunn­skól­ans, fé­lags­mið­stöðin Ból­ið í sam­starfi við náms- og starfs­ráð­gjafa grunn­skól­anna
    Bjóð­ið verðu upp á nám­skeið í sjálfs­efl­ingu og mark­miða­setn­ingu fyr­ir nem­end­ur í 10. bekk. Mark­mið­ið er að ung­menni vinni með eig­in gildi, styrk­leika, áhuga­svið, drauma og fram­tíð­ar­sýn. Inn­tak verk­efn­is­ins snýr að and­legri og fé­lags­legri vellíð­an ung­menna og fell­ur bæði und­ir for­vörn og heilsu­efl­ingu. Verk­efn­ið hlaut 600.000 kr. styrk.
  • Söng­ur á allra vör­um, leik­skól­inn Hlíð
    Verk­efn­ið mun efla notk­un tón­list­ar til að stuðla að mál­þroska ungra barna. Tekin verð­ur upp söng­bók leik­skól­ans bæði í hljóð- og mynd­formi og efn­ið gert að­gengi­legt starfs­mönn­um, for­eldr­um og öðr­um áhuga­söm­um. Styrk­ur að upp­hæð 250.000 kr. er hugs­að­ur til að hefja vinn­una og koma verk­efn­inu af stað.
  • STEAM kennsla á öll stig grunn­skól­ans, Helga­fells­skóli
    Í verk­efn­inu verð­ur inn­leidd og efld STEAM-nálg­un í kennslu á öll­um stig­um grunn­skól­ans, og gæti hún náð til 5 ára leik­skóla­barna. Styrk­ur að upp­hæð 700.000 kr. verð­ur nýtt­ur til að kaupa bæði tæki og náms­efni til að efla kenn­ara og nem­end­ur í STEAM kennslu og hvetja til skap­andi og gagn­rýn­inn­ar hugs­un­ar.
  • Aukin úti­kennsla, Leir­vogstungu­skóli
    Í verk­efn­inu verð­ur út­bú­in að­staða á leik­skóla­lóð til að auka útinám með því að skapa útield­hús, vatna­braut og drullu­m­allsvæði. Markmið verk­efn­is­ins er að auka úti­kennslu, leikefni og leik­aðstæð­ur í úti­veru. Styrk­ur­inn að upp­hæð kr. 200.000 er hugs­að­ur til að koma verk­efn­inu af stað í vinnslu inn­an skól­ans í sam­starfi við for­eldra­sam­fé­lag­ið.
  • Flipp Flopp, Kvísl­ar­skóli
    Verk­efn­ið mun styðja Kvísl­ar­skóla við að taka mik­il­vægt skref til að efla raun­grein­ar með kaup­um á smá­sjám, stuðn­ingi við kenn­ara og þró­un kennslu­hátta. Flipp flopp verk­efn­ið, sem hófst fyr­ir þrem­ur árum, hef­ur bætt kennslu­hætti og stuðlað að inn­leið­ingu leið­sagn­ar­náms í skól­an­um. Verk­efn­ið fékk styrk að upp­hæð 400.000 kr.
  • Frá fræi til af­urð­ar, leik­skól­inn Hlíð
    Verk­efn­ið mun veita börn­um og starfs­fólki tæki­færi til að sá fræj­um og fylgjast með þeim vaxa og dafna. Þann­ig fá þau að upp­lifa hringrás nátt­úr­unn­ar og sjá hvern­ig eitt lít­ið fræ get­ur orð­ið að af­urð, kryddi, græn­meti, ávexti eða plöntu sem þau geta síð­ar not­ið. Styrk­ur­inn 350.000 kr. er hugs­að­ur til að koma verk­efn­inu af stað með t.d. gróð­ur­köss­um á lóð­inni.

Nafn sjóðs­ins Klöru­sjóð­ur er til heið­urs Klöru Klængs­dótt­ur (1920-2011). Klara út­skrif­að­ist frá Kenn­ara­skóla Ís­lands árið 1939 og hóf sama ár kennslu við Brú­ar­lands­skóla hér í bæ og starf­aði hún alla sína starfsævi sem kenn­ari í Mos­fells­bæ.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00