Varmárlaug hefur verið lokuð vegna viðhalds og viðgerða frá því í lok júní. Viðgerðir voru umfangsmeiri en áætlað var meðal annars vegna ástands á sundlaugarbakkanum. Brjóta þurfti upp og endursteypa hluta af bakkanum og setja nýtt yfirborðsefni. Þá hefur snjóbræðslan verið endurnýjuð auk þess sem sundlaugarkarið verður málað. Þessar framkvæmdir eru háðar veðri sem hefur sett strik í reikninginn það sem af er sumri. Eins og staðan er núna er stefnt að því að opna laugina aftur í vikunni eftir verslunarmannahelgi.