Vegna bilunar í Nesjavallavirkjun þurfti að loka sundlaugum í Mosfellsbæ í dag sem og hjá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er Nesjavallavirkjun komin í fulla framleiðslu en enn er verið að greina orsök bilunarinnar. Vonast er til að skerðingum og tilmælum um að spara vatnið verði aflétt snemma í fyrramálið, fimmtudaginn 10. október.
Starfsfólk Mosfellsbæjar vinnur að opnun sundlauganna í samráði við Veitur. Búist er við að Lágafellslaug opni kl. 6:30 í fyrramálið og að hægt verði að opna Varmárlaug fljótlega í kjölfarið.
Nánari upplýsingar verða birtar á vef og samfélagsmiðlum Mosfellsbæjar í fyrramálið.
Tengt efni
Fyrsti heiti pottur sinnar tegundar á Íslandi fyrir hreyfihamlaða
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Tilmælum aflétt