Fyrir liggur að mötuneyti og borðsalur verða tilbúin í upphafi skólaársins og sérgreinastofur í september. Markmiðið er að vinnu ljúki á neðri hæð í október. Framkvæmdir á gluggum og gluggaskipti á efri hæð munu mögulega standa yfir eftir að skólaárið hefst án þess að hafa teljandi áhrif á skólastarf.
Miklar vetrarhörkur hafa tafið vinnu utan dyra og þá varð kæra vegna útboðs á gluggum til þess að seinka þeirri vinnu, þó svo að frumúrskurður sé Mosfellsbæ í vil.
Þessir ytri þættir hafa orðið til þess að seinka verklokum á þriðja mánuð. Það þýðir að í stað þess að verklok náist á öllum verkþáttum fyrir upphaf næsta skólaárs verða nokkur verkefni í vinnslu út misserið, en kappkostað verður við að áhrif þess á skólastarf verði sem minnst. Sem fyrr kallar það á gott samstarf við starfsfólk og foreldra.
Við leyfum okkur að minna á að þegar farið er í framkvæmdir sem þessar er tækifærið nýtt til þess að uppfæra húsnæðið í heild sinni og að loknum endurbótum fáum við bjart og nútímalegt kennsluhúsnæði og betri borðsal svo nokkuð sé nefnt.
Tengt efni
Íbúðir með hlutdeildarlánum í Mosfellsbæ
Í dag 12. september 2023 undirrituðu Mosfellsbær, Byggingafélagið Bakki og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun viljayfirlýsingu um byggingu íbúða sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán við Huldugötu 2-4 og 6-8 í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ.
Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk
Malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi 22. ágúst 2023
Þriðjudaginn 22. ágúst, frá kl. 09:00 til 16:00, er ráðgert að malbika Vesturlandsveg, það er fjóra kafla næst hringtorgum við Langatanga og Reykjaveg.