Búið er að koma öllum lausum kennslustofum á endanlegan stað og er nú verið að ljúka síðustu handtökunum við öryggiskerfi, brunavarnir og pallasmíði.
Stefnt er að öryggisúttektum á stofunum fyrir lok september og er horft til þess að stofurnar verði teknar í notkun á tímabilinu 26.-30. september.
Vinnu við anddyri og salerni 1. hæðar á að ljúka í október en gert er ráð fyrir að þá verði opnuð leið milli hæða og út í kennsluver, en þar er nú verið að undirbúa lagningu gólfefnis. Fyrirhugað er útboð á gluggum fyrir 1. og 2. hæð og uppúr áramótum fer fram útboð á endurinnréttingu 1. hæðar. Hafist verður handa við þá verkþætti um leið og búið er að ganga frá samningum við verktaka.
Tengt efni
Samningar um glugga og innréttingar í Kvíslarskóla
Í dag var skrifað undir samninga um glugga og innréttingar í Kvíslarskóla og nemur upphæðin samtals um 450 mkr.
Vinna við fyrsta áfanga deiliskipulags íbúðarbyggðar að Blikastöðum er hafin
Skipulagsnefnd hefur samþykki að heimila skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar að hefja undirbúning vinnu við mótun fyrsta áfanga deiliskipulags íbúðarbyggðar að Blikastöðum.
Verksamningur um bætt umferðaröryggi við Reykjaveg undirritaður
Jarðval sf. var lægstbjóðandi í verk sem snýr að umferðaröryggi frá Bjargsvegi inn að Reykjum og hefur verksamningur verið undirritaður.