Búið er að koma öllum lausum kennslustofum á endanlegan stað og er nú verið að ljúka síðustu handtökunum við öryggiskerfi, brunavarnir og pallasmíði.
Stefnt er að öryggisúttektum á stofunum fyrir lok september og er horft til þess að stofurnar verði teknar í notkun á tímabilinu 26.-30. september.
Vinnu við anddyri og salerni 1. hæðar á að ljúka í október en gert er ráð fyrir að þá verði opnuð leið milli hæða og út í kennsluver, en þar er nú verið að undirbúa lagningu gólfefnis. Fyrirhugað er útboð á gluggum fyrir 1. og 2. hæð og uppúr áramótum fer fram útboð á endurinnréttingu 1. hæðar. Hafist verður handa við þá verkþætti um leið og búið er að ganga frá samningum við verktaka.
Tengt efni
Íbúðir með hlutdeildarlánum í Mosfellsbæ
Í dag 12. september 2023 undirrituðu Mosfellsbær, Byggingafélagið Bakki og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun viljayfirlýsingu um byggingu íbúða sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán við Huldugötu 2-4 og 6-8 í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ.
Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk
Malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi 22. ágúst 2023
Þriðjudaginn 22. ágúst, frá kl. 09:00 til 16:00, er ráðgert að malbika Vesturlandsveg, það er fjóra kafla næst hringtorgum við Langatanga og Reykjaveg.