Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. nóvember 2024

Varmár­völl­ur:
Hluti af jarð­vinnu við knatt­spyrnu­völl að Varmá fól í sér ferg­ingu á vell­in­um og nú er ferg­ing­ar­tím­an­um lok­ið. Búið er að flytja farg­ið af knatt­spyrnu­velli yfir á frjálsí­þrótta­svæði sem einn­ig þarf að fergja og þá er ver­ið er að flytja um­fram efni á brott. Stefnt er á út­boð á yf­ir­borðs­frá­gangi fyr­ir ára­mót. Búið er að sam­þykkja til­boð Metatron ehf. í lýs­ingu vall­ar­ins.

Varmár­skóli – Vöru­móttaka:
Unn­ið er að smíð­um á nýrri vöru­mót­töku við Varmár­skóla sem er stað­sett við eld­hús í suð­ur­álmu skól­ans þ.e. í port­inu á milli sund­laug­ar­inn­ar og skól­ans. Stefnt er á að vöru­mót­tak­an verði til­bú­in til notk­un­ar í nóv­em­ber.

Leik­skóli Helga­fells­hverfi:
Leik­skól­inn í Helga­fells­hverfi sem mun rúma 150 börn er stærsta ein­staka fram­kvæmd við upp­bygg­ingu skóla á fjár­hags­ár­inu 2024. Búið er að loka hús­inu og ver­ið er að ein­angra og setja klæðn­ingu upp að utan. Inn­an­dyra er unn­ið við lagn­ir og við að reisa milli­veggi. Fram­kvæmd­ir ganga sam­kvæmt áætlun og stefnt er á verklok sum­ar­ið 2025.

Leik­skól­inn Hlíð:
Unn­ið er að end­ur­bót­um á leik­skól­an­um Hlíð í kjöl­far raka­skemmda í tengi­bygg­ingu. Þeg­ar við­gerð hófst kom í ljós að skemmd­irn­ar voru meiri en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir og því var ákveð­ið að breyta lagi og efni á þaki. Þá verða glugg­ar end­ur­nýj­að­ir og gólf lag­færð. Stefnt er á að fram­kvæmd­um verði að fullu lok­ið í des­em­ber.

Íþrótta­hús Helga­fells­skóla:
Búið er að koma upp öll­um innri veggj­um í nýju íþrótta­húsi Helga­fells­skóla og unn­ið er að því að spartla veggi og und­ir­búa fyr­ir málun. Flís­lögn er að hefjast í bún­ings­klef­um og sturt­um og áform eru um að hefja vinnu við að leggja gól­f­efni fyr­ir íþróttagólf í þess­um mán­uði. Verklok eru áform­uð í janú­ar næst­kom­andi.

Eld­hús­bygg­ing Reykja­koti:
Vinna við eld­hús­bygg­ingu leik­skól­ans Reykja­kots er á loka­metr­un­um bæði að inn­an sem utan. Unn­ið er að því að koma fyr­ir bún­aði og tengja. Ver­ið er að vinna að frá­gangi á nán­asta um­hverfi vinnusvæð­is­ins. Áætlað er að hús­ið verði kom­ið í fulla notk­un á næstu dög­um.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00