Mosfellsbær vinnur að byggingu leik- og grunnskólans Helgafellsskóla og hefur það verið gert í nokkrum áföngum.
Byggingu 1. áfanga skólans er lokið, búið er að innrétta leikskóla sem telst til 4. áfanga og unnið er að hluta lóðar og á þeirri vinnu að ljúka á næstu mánuðum.
Mosfellsbær bauð út vinnu við 2. og 3. áfanga nýbyggingar Helgafellsskóla í mars 2019. Föstudaginn 13. nóvember skrifaði Haraldur Sverrisson bæjarstjóri fyrir hönd bæjarins undir samning við lægstbjóðanda í verkið sem voru Flotgólf ehf og Eignarhaldsfélagið ÁD og voru það Ásgeir J. Guðmundsson og Oddur Th. Guðnason sem skrifuðu undir fyrir þeirra hönd.
Í verkinu felst uppbygging 2. og 3. áfanga Helgafellsskóla og verður þeim hluta skilað fullfrágengnum og sá hluti skólans tengdur við fyrri áfanga. Einnig er um að ræða lóðarfrágang á hluta vestur lóðar.
Helstu verkþættir í verki, sem þetta útboð nær til eru eftirfarandi:
- Jarðvinna
- Uppsteypa, forsteyptar einingar, holplötur og þakeiningar
- Útigluggar og -hurðir, einangrun og klæðningar
- Þakfrágangur, niðurföll og grunnlagnir
- Innanhússfrágangur ásamt tæknikerfum
- Lóð