Deiliskipulag fyrir Korputún sem er byggð fyrir verslunar-, þjónustu- og athafnasvæði, þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og samnýtingu, náttúru og aðlaðandi umhverfi hefur verið samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Gert er ráð fyrir að vinna við gatnagerð hefjist á árinu og uppbygging fyrsta fasa strax í kjölfarið. Svæðið er hugsað sem lykil atvinnukjarni á höfuðborgarsvæði framtíðarinnar og mun samgönguás Borgarlínu liggja í gegnum skipulagssvæðið og er verkefnið í eigu Reita fasteignafélags.
ARKÍS arkitektar eru höfundar skipulagsins, en ARKÍS hefur víðtæka reynslu í hönnun umhverfisvænna bygginga og hafa áður unnið við BREEAM vottað skipulag en verkfræðistofan Mannvit mun hafa umsjón með BREEAM vottun skipulagsins.
Tengt efni
Íbúðir með hlutdeildarlánum í Mosfellsbæ
Í dag 12. september 2023 undirrituðu Mosfellsbær, Byggingafélagið Bakki og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun viljayfirlýsingu um byggingu íbúða sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán við Huldugötu 2-4 og 6-8 í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ.
Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk
Malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi 22. ágúst 2023
Þriðjudaginn 22. ágúst, frá kl. 09:00 til 16:00, er ráðgert að malbika Vesturlandsveg, það er fjóra kafla næst hringtorgum við Langatanga og Reykjaveg.