Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Í vor var boð­in út bygg­ing fjöl­nota íþrótta­húss að Varmá.

Að lokn­um samn­ings­kaupa­við­ræð­um við bjóð­end­ur bár­ust Mos­fells­bæ ný til­boð þann 12. sept­em­ber frá þrem­ur fyr­ir­tækj­um. Að mati ráð­gjafa VSÓ og full­trúa Mos­fells­bæj­ar eft­ir yf­ir­ferð til­boð­anna reynd­ist til­boð Al­verks lægst en það nem­ur 621 m.kr.

Á fundi bæj­ar­ráðs þann 11. októ­ber var sam­þykkt að haf­ist verði handa við fram­kvæmd­ir við bygg­ingu fjöl­nota íþrótta­húss og að geng­ið verði til samn­inga við lægst­bjóð­anda.

Hús­ið tek­ið í notk­un haust­ið 2019

Samn­ing­ur­inn mun ná yfir hönn­un og bygg­ingu húss­ins. Gert er ráð fyr­ir að hús­ið verði byggt úr tvö­föld­um PVC dúk á stál­grind en und­ir­stöð­ur og vegg­ir verði stein­steypt­ir. Hús­ið mun standa að aust­an­verðu við nú­ver­andi íþrótta­hús þar sem eldri gervi­grasvöll­ur­inn stend­ur í dag. Hús­ið verð­ur um 3.800 fer­metr­ar að grunn­fleti auk inn­felldr­ar lág­bygg­ing­ar, sér­út­bú­ið til knatt­spyrnu­iðkun­ar auk göngu­braut­ar um­hverf­is völl­inn. Gert er ráð fyr­ir því að hús­ið verði tek­ið í notk­un haust­ið 2019.

Bylt­ing í að­stöðu til knatt­spyrnu­iðkun­ar

„Við hjá Mos­fells­bæ erum mjög ánægð með að samn­inga­gerð vegna þessa mik­il­væga verk­efn­is er nú að ljúka. Ég er viss um að fjöl­nota íþrótta­hús að Varmá verði til þess að styrkja enn frek­ar öfl­ugt íþrótt­ast­arf í Mos­fells­bæ. Í hús­inu verð­ur að­staða fyr­ir alla ald­urs­hópa en hús­ið mun bylta allri að­stöðu til knatt­spyrnu­iðkun­ar í Mos­fells­bæ. Þá verð­ur unnt að nýta svæð­ið í kring­um völl­inn til göngu­ferða t.d. fyr­ir eldri borg­ara þeg­ar hálk­an leggst yfir og myrkr­ið er mest. Loks ger­ir hús­ið okk­ur kleift að taka á móti nýj­um ið­k­end­um vegna fjölg­un­ar íbúa,“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Mynd: Full­trú­ar Al­verks, Að­al­geir Hólm­steins­son og Halldór Karls­son auk Har­ald­ar Sverris­son­ar bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00