Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2017.
Umhverfisnefnd veitir árlega umhverfisviðurkenningar völdum aðilum í Mosfellsbæ sem skarað hafa fram úr í umhverfismálum. Óskað er eftir tilnefningum frá almenningi um hver hljóta skuli þessa viðurkenningu nú í ár. Hægt er að tilnefna einstaklinga, garða, götur, stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ.
Tilnefningar skulu berast fyrir 1. ágúst 2017.
Umhverfisnefnd mun fara yfir innsendar tilnefningar að því loknu og veita þeim sem verða fyrir valinu viðurkenningar við sérstaka athöfn á bæjarhátíðinni Í túninu heima í lok ágúst.
Tengt efni
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar og tré ársins 2022
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 voru afhentar við hátíðlega athöfn í Hlégarði þann 28. ágúst sl.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2022
Umhverfisnefnd veitir árlega umhverfisviðurkenningar völdum aðilum í Mosfellsbæ sem skarað hafa fram úr í umhverfismálum.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2021
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2021 voru afhentar við hátíðlega athöfn í Listasal Mosfellsbæjar.