Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2016.
Umhverfisnefnd veitir árlega umhverfisviðurkenningar völdum aðilum í Mosfellsbæ sem skarað hafa fram úr í umhverfismálum.
Nú verður sú breyting á viðurkenningunum að nefndin veitir ekki viðurkenningar í fyrirfram ákveðnum flokkum, heldur metur sjálf fyrir hvað umhverfisviðurkenningar eru veittar, og geta þar m.a. komið til greina einstaklingar, garðar, götur, stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ.
Óskað er eftir tilnefningum frá almenningi um hver hljóta skuli þessa viðurkenningu.
Tilnefningar má senda rafrænt á vef Mosfellsbæjar eða með tölvupósti á mos@mos.is og skulu berast fyrir 1. ágúst 2016.
Umhverfisnefnd mun fara yfir innsendar tilnefningar að því loknu og veita þeim sem verða fyrir valinu viðurkenningar við sérstaka athöfn á bæjarhátíðinni Í túninu heima í lok ágúst.
Tengt efni
Umhverfisviðurkenningar 2024 afhentar á setningarathöfn bæjarhátíðar
Hátíðardagskrá var í Hlégarði fimmtudaginn 29. ágúst þar sem meðal annars voru veittar umhverfisviðurkenningar.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2024
Umhverfisnefnd óskar eftir tilnefningum frá almenningi vegna umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2024.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023 afhentar á bæjarhátíð
Hátíðardagskrá var í Hlégarði sunnudaginn 27. ágúst í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima þar sem meðal annars voru veittar umhverfisviðurkenningar.