Tilboðsfrestur vegna útboðsins Varmárvöllur – Aðalvöllur og frjálsíþróttaaðstaða, jarðvinna og ferging rann út þann 26. febrúar kl. 14:00.
Átta aðilar sendu inn tilboð áður en skilafrestur rann út en það voru Bjössi ehf., Garðasmíði ehf., Grafa og grjót ehf., Jarðval sf., Karína ehf., Óskatak ehf., Stéttafélagið ehf. og VGH Mosfellsbæ ehf.
Eftirfarandi tilboð bárust:
- Óskatak ehf. – 136.359.500
- Bjössi ehf. – 156.000.000
- Grafa og grjót ehf. – 182.860.500
- VGH Mosfellsbæ ehf. – 184.494.500
- Karína ehf. – 196.849.250
- Jarðval sf. – 204.842.500
- Stéttafélagið ehf. – 220.807.500
- Garðasmíði ehf. – 328.305.000
Kostnaðaráætlun: 325.370.000
Tilboðsfjárhæðir eru hér birtar með fyrirvara um yfirferð tilboða m.t.t. hæfis bjóðenda og réttra útreikninga í tilboðsskrá. Tilboð allra bjóðenda verða nú yfirfarin m.t.t. þessa og niðurstaða útboðs tilkynnt í kjölfarið.