Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. október 2020

Rík­ið og sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Garða­bær, Hafn­ar­fjörð­ur, Kópa­vog­ur, Mos­fells­bær, Reykja­vík og Seltjarn­ar­nes, hafa geng­ið frá stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags sem ber heit­ið Betri sam­göng­ur ohf. um upp­bygg­ingu sam­göngu­inn­viða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Rík­ið og sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Garða­bær, Hafn­ar­fjörð­ur, Kópa­vog­ur, Mos­fells­bær, Reykja­vík og Seltjarn­ar­nes, hafa geng­ið frá stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags sem ber heit­ið Betri sam­göng­ur ohf. um upp­bygg­ingu sam­göngu­inn­viða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Al­þingi sam­þykkti í sum­ar lög um sem heim­il­uðu stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags um upp­bygg­ingu sam­göngu­inn­viða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Nýja fé­lag­ið mun hafa yf­ir­um­sjón með fram­kvæmd­um vegna upp­bygg­ing­ar sam­gangna og fjár­mögn­un þeirra sam­kvæmt sam­göngusátt­mál­an­um sem er hluti af sam­göngu­áætlun fyr­ir tíma­bil­ið 2020-2034.

„Nú er okk­ur ekk­ert að van­bún­aði við að fara á fullt í þá veg­ferð að umbreyta sam­göng­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu okk­ur öll­um til heilla. Verk­efn­ið er vel und­ir­byggt og við sjá­um til lands í fjár­mögn­un þess þrátt fyr­ir víðsjár­verða tíma í op­in­ber­um fjár­mál­um. Þessi veg­ferð er studd af meg­in­þorra bæj­ar­full­trúa í Mos­fells­bæ og það er mitt mat að verk­efn­ið varði lífs­gæði bæj­ar­búa, sé til þess fall­ið að stytta þann tíma sem fer í ferða­lög inn­an höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins auk þess að hafa já­kvæð áhrif á markmið stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Allt eru þetta þætt­ir sem falla vel að áhersl­um í um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar og heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þró­un.“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Rík­ið mun eiga stærst­an hlut í fé­lag­inu, eða 75%, en sveit­ar­fé­lög­in sex ráða yfir 25% hlut sem skipt­ist eft­ir stærð þeirra. Fé­lag­ið mun einn­ig, með sér­stök­um samn­ingi, taka við landi rík­is­ins að Keld­um eða öðru sam­bæri­legu landi og þeim rétt­ind­um sem því tengjast og sjá um þró­un þess í sam­vinnu við skipu­lags­yf­ir­völd með það að mark­miði að há­marka virði lands­ins og upp­bygg­ingu þess. Af­koma af þró­un lands­ins verð­ur nýtt til að fjár­magna fram­kvæmd­ir og rekst­ur Betri sam­gangna ohf. Hlut­hafa­sam­komulag og sam­þykkt­ir fé­lags­ins hafa ver­ið sam­þykkt­ar í sveit­ar­stjórn­um allra hlut­að­eig­andi sveit­ar­fé­laga.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00