Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. júní 2019

Reit­ir fast­eigna­fé­lag hf. og Mos­fells­bær und­ir­rit­uðu þann 6. júní vilja­yf­ir­lýs­ingu um skipu­lag og upp­bygg­ingu at­vinnusvæð­is í landi Blikastaða í Mos­fells­bæ.

Reit­ir fast­eigna­fé­lag hf. og Mos­fells­bær und­ir­rit­uðu þann 6. júní vilja­yf­ir­lýs­ingu um skipu­lag og upp­bygg­ingu at­vinnusvæð­is í landi Blikastaða í Mos­fells­bæ. Um er að ræða 15 hekt­ara svæði sem af­markast af Vest­ur­lands­vegi, Kor­p­úlfs­staða­vegi og sveit­ar­fé­laga­mörk­um Reykja­vík­ur og Mos­fells­bæj­ar.

Sam­kvæmt að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar er land­notk­un svæð­is­ins skil­greind sem blönd­uð land­notk­un fyr­ir létt­an iðn­að, versl­an­ir og þjón­ust­u­starf­semi. Svæð­ið ligg­ur að fyr­ir­hug­aðri íbúða­byggð í Blikastaðalandi og gert er ráð fyr­ir að Borg­ar­lín­an liggi í gegn­um svæð­ið í fram­tíð­inni.

Af svip­aðri stærð og Skeif­an

„Í landi Blikastaða mun á næstu árum rísa nýr at­vinnukjarni fyr­ir allt höf­uð­borg­ar­svæð­ið,“ seg­ir Frið­jón Sig­urð­ar­son, fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar­sviðs Reita. „Þar verð­ur skipu­lagt og byggt með um­hverfi og sjálf­bærni að leið­ar­ljósi. Um er að ræða stórt svæði, að­eins lít­il­lega minna en t.d. Skeif­an í Reykja­vík með þeim fjöl­breyti­leika sem þar er að finna. At­vinnukjarn­inn mun njóta góðs af ná­lægð við gró­in íbúða­hverfi en ekki síð­ur vegna góðra teng­inga við gatna­kerf­ið og öfl­ug­ar al­menn­ings­sam­göng­ur seinna meir. At­vinnukjarni á Blika­stöð­um opn­ar nýj­an mögu­leika í hús­næð­is­mál­um fyr­ir fram­sýn fyr­ir­tæki og stofn­an­ir. Vilja­yf­ir­lýs­ing­in ramm­ar inn þá veg­ferð sem nú er hafin og hlökk­um við til sam­starfs­ins við Mos­fells­bæ,“ seg­ir Frið­jón.

100 þús­und fm af at­vinnu­hús­næði

„Við vit­um að svæð­ið hef­ur marga kosti fyr­ir fyr­ir­tæki á höf­uð­borg­ar­svæð­inu,“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri. „Þau áform sem nú liggja fyr­ir falla vel að áhersl­um Mos­fells­bæj­ar á sviði um­hverf­is­mála og at­vinnukjarn­inn mun geta mætt þörf­um ólíkra fyr­ir­tækja. Þeg­ar svæð­ið verð­ur að fullu upp­byggt má gera ráð fyr­ir að hús­næði fyr­ir at­vinnu­starf­semi hafi tvö­faldast í Mos­fells­bæ en að­al­skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir að þarna geti ris­ið allt að 100 þús­und fm af hús­næði fyr­ir þjón­ustu og verslun. Þetta svæði er af­skap­lega vel í sveit sett og vel stað­sett og verð­ur án efa mik­il lyftistöng fyr­ir at­vinnu­líf í Mos­fells­bæ sem og höf­uð­borg­ar­svæð­ið allt,“ seg­ir Har­ald­ur.

Deili­skipu­lags­vinnu ljúki 2020

Í kjöl­far und­ir­rit­un­ar­inn­ar verða fyrstu skref­in að hefja vinnu við deili­skipu­lag svæð­is­ins og er mið­að við að þeirri vinnu ljúki um mitt ár 2020. Sam­hliða deili­skipu­lags­vinnu verð­ur upp­bygg­ing­in út­færð nán­ar og tíma­sett. Vænt­ing­ar standa til þess að fram­kvæmd­ir við gatna­gerð gætu þann­ig haf­ist strax á næsta ári og bygg­inga­fram­kvæmd­ir í árs­byrj­un 2021.

Mynd 1: Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri og Frið­jón Sig­urð­ar­son fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar­sviðs Reita.
Mynd 2: Blikastað­a­land.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00