Bæjarráð Mosfellsbæjar tók ákvörðun þann 22.08.2016 að endurnýja gervigras og gúmmíkurl á öllum spark- og keppnisvöllum í bænum.
Ákvörðunin var tekin í kjölfar umræðu í samfélaginu og tilmæla Umhverfisstofnunar þar sem lagt var til að dregið yrði úr notkun svartra gúmmíinnfyllingarefna þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á skaðsemi slíkra efna.
Í kjölfarið var unnið að endurnýjun allra spark- og keppnisvalla bæjarins við grunnskóla og á íþróttasvæðinu við Varmá. Nú er þessu stóra verkefni lokið og allir vellirnir uppfylla kröfur KSÍ og innihalda hreinsaða gráa EPDM innfyllingu.Þá hefur gervigrasvöllurinn á Varmársvæðinu hlotið svokallaða FIFA Quality Pro gæðavottun sem er sameiginleg krafa FIFA og UEFA um keppnisvelli með gervigrasi.
Mosfellsbær óskar bæjarbúum og Aftureldingu til hamingju með endurnýjaðan gervigrasvöll á íþróttasvæðinu við Varmá.
Tengt efni
Samningar um glugga og innréttingar í Kvíslarskóla
Í dag var skrifað undir samninga um glugga og innréttingar í Kvíslarskóla og nemur upphæðin samtals um 450 mkr.
Vinna við fyrsta áfanga deiliskipulags íbúðarbyggðar að Blikastöðum er hafin
Skipulagsnefnd hefur samþykki að heimila skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar að hefja undirbúning vinnu við mótun fyrsta áfanga deiliskipulags íbúðarbyggðar að Blikastöðum.
Verksamningur um bætt umferðaröryggi við Reykjaveg undirritaður
Jarðval sf. var lægstbjóðandi í verk sem snýr að umferðaröryggi frá Bjargsvegi inn að Reykjum og hefur verksamningur verið undirritaður.