Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. desember 2017

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar tók ákvörð­un þann 22.08.2016 að end­ur­nýja gervi­gras og gúmmík­url á öll­um spark- og keppn­is­völl­um í bæn­um.

Ákvörð­un­in var tekin í kjöl­far um­ræðu í sam­fé­lag­inu og til­mæla Um­hverf­is­stofn­un­ar þar sem lagt var til að dreg­ið yrði úr notk­un svartra gúmmí­inn­fyll­ing­ar­efna þrátt fyr­ir að ekki hafi ver­ið sýnt fram á skaðsemi slíkra efna.

Í kjöl­far­ið var unn­ið að end­ur­nýj­un allra spark- og keppn­is­valla bæj­ar­ins við grunn­skóla og á íþrótta­svæð­inu við Varmá. Nú er þessu stóra verk­efni lok­ið og all­ir vell­irn­ir upp­fylla kröf­ur KSÍ og inni­halda hreins­aða gráa EPDM inn­fyll­ingu.Þá hef­ur gervi­grasvöll­ur­inn á Varmár­svæð­inu hlot­ið svo­kall­aða FIFA Quality Pro gæða­vott­un sem er sam­eig­in­leg krafa FIFA og UEFA um keppn­is­velli með gervi­grasi.

Mos­fells­bær ósk­ar bæj­ar­bú­um og Aft­ur­eld­ingu til ham­ingju með end­ur­nýj­að­an gervi­grasvöll á íþrótta­svæð­inu við Varmá.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00