Bæjarráð Mosfellsbæjar tók ákvörðun þann 22.08.2016 að endurnýja gervigras og gúmmíkurl á öllum spark- og keppnisvöllum í bænum.
Ákvörðunin var tekin í kjölfar umræðu í samfélaginu og tilmæla Umhverfisstofnunar þar sem lagt var til að dregið yrði úr notkun svartra gúmmíinnfyllingarefna þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á skaðsemi slíkra efna.
Í kjölfarið var unnið að endurnýjun allra spark- og keppnisvalla bæjarins við grunnskóla og á íþróttasvæðinu við Varmá. Nú er þessu stóra verkefni lokið og allir vellirnir uppfylla kröfur KSÍ og innihalda hreinsaða gráa EPDM innfyllingu.Þá hefur gervigrasvöllurinn á Varmársvæðinu hlotið svokallaða FIFA Quality Pro gæðavottun sem er sameiginleg krafa FIFA og UEFA um keppnisvelli með gervigrasi.
Mosfellsbær óskar bæjarbúum og Aftureldingu til hamingju með endurnýjaðan gervigrasvöll á íþróttasvæðinu við Varmá.