Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. apríl 2022

  Sam­komu­lag hef­ur ver­ið gert um upp­bygg­ingu á lóð­um við Bjark­ar­holt 1-5 í Mos­fells­bæ.

  Sam­komu­lag hef­ur ver­ið gert um upp­bygg­ingu á lóð­um við Bjark­ar­holt 1-5 í Mos­fells­bæ á grund­velli sam­þykkt­ar á 1505. fundi bæj­ar­ráðs þann 30. sept­em­ber 2021. Eir ör­yggis­íbúð­ir hafa í kjöl­far þess geng­ið frá samn­ingi um bygg­ingu og kaup á íbúð­ar­hús­næði með um 100 þjón­ustu­íbúð­um fyr­ir aldr­aða sem verða reist­ar á lóð­un­um við Bjark­ar­holt 4-5 í Mos­fells­bæ.

  Með þess­ari upp­bygg­ingu verð­ur unnt að mæta þörf­um fólks fyr­ir hús­næði í góð­um tengsl­um við marg­hátt­aða þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar og Eir­ar við eldri ein­stak­linga.

  Við þessa bygg­ing­unni verð­ur reist um 400m2 hæð ofan á nú­ver­andi hús­næði Eir­hamra, tengi­bygg­ing sem teng­ir hús­næð­ið í Bjark­ar­holti við nú­ver­andi hús­næði að Eir­hömr­um.

  Mos­fells­bær leig­ir í dag hús­næði þjón­ustumið­stöðv­ar­inn­ar að Eir­hömr­um. Fyr­ir ligg­ur að vegna fjölg­un­ar eldri íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu er þörf á stærra hús­næði und­ir þá þjón­ustu sem Mos­fells­bær veit­ir, með­al ann­ars und­ir fé­lags­starf sem og dagdvöl eldri borg­ara.

  Ný­lega var því skrif­að und­ir samn­ing við Eir um leigu á áð­ur­nefndu 400m2 rými sem mun gera Mos­fells­bæ kleift að auka fé­lags­starf í Mos­fells­bæ og mæta fram­tíð­ar þörf­um íbúa. Með við­bót­ar­rými fyr­ir fé­lags­starf­ið verð­ur til mögu­leiki á að sækja um stækk­un á dagdvöl­inni til heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins og nýta hluta af nú­ver­andi að­stöðu fé­lags­starfs­ins í þá stækk­un. Á 1522. fundi bæj­ar­ráðs þann 10. fe­brú­ar sl. sam­þykkti bæj­ar­ráð að sækja um heim­ild fyr­ir stækk­un dagdval­ar­inn­ar úr 9 rým­um í 15.

  „Sam­starf Mos­fells­bæj­ar og Eir­ar hef­ur geng­ið mjög vel á liðn­um árum og við erum full til­hlökk­un­ar til að halda áfram að þróa þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar í þéttu sam­tali við íbúa og full­trúa Eir­ar. Það er okk­ar sann­fær­ing að þeg­ar þess­ari upp­bygg­ingu lýk­ur verði um­gjörð fé­lags­starfs í Mos­fells­bæ með því besta sem þekk­ist.“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.