Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. júní 2021

Mikl­ar fram­kvæmd­ir í sum­ar í Æv­in­týra­garð­in­um.

  • Hunda­gerð­ið hef­ur ver­ið opn­að aft­ur á nýj­um stað
  • Æv­in­týra­garð­ur­inn verð­ur með skert að­gengi hluta sum­ars

Mikl­ar fram­kvæmd­ir verða nú í sum­ar í Æv­in­týra­garð­in­um en unn­ið er að lagn­ingu sam­göngu­stígs í gegn­um Æv­in­týra­garð­inn sem mun bæta að­gengi gang­andi og hjólandi gesta. Stíg­ur­inn teng­ir nú­ver­andi stíg við Brú­ar­land og yfir í Leir­vogstungu. Sam­hliða fram­kvæmd­um við stíga­gerð­ina sem er á veg­um Vega­gerð­ar­inn­ar tók Mos­fells­bær þá ákvörð­un að nýta tæki­færi og end­ur­nýja frá­veitu­lagn­ir frá Varmár­svæð­inu.

Hunda­gerð­ið hef­ur ver­ið tek­ið nið­ur á fyrri stað og ver­ið sett upp aft­ur ofar í Æv­in­týra­garð­in­um í sam­ræmi við loft­mynd sem fylg­ir þess­ari frétt.Þá verða í sum­ar fram­kvæmd­ir á að­al­leik­svæði Æv­in­týra­garðs­ins en þar er ver­ið að ljúka við stíga­gerð og setja upp grill­að­stöðu.

Vegna þess­ara fram­kvæmda verð­ur nú­ver­andi sam­göngu­stíg­ur lok­að­ur að og frá Varmár­svæð­inu yfir Varmá frá 1. – 15. júní 2021 og er það gert til að tryggja ör­yggi veg­far­enda.

Göngu­leið­ir inn í Æv­in­týra­garð­inn verða opn­ar að norð­an eða sunn­an­verðu um hjá­leið­ir eft­ir því sem að­stæð­ur leyfa og einn­ig verð­ur hjá­leið­ir fram­hjá garð­in­um með­fram Tungu­vegi.

Það er óhjá­kvæmi­legt að svona um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir valdi bæði óþæg­ind­um og trufl­un­um en til fram­tíð­ar lit­ið er sam­göngu­stíg­ur­inn mik­il­væg við­bót sem eyk­ur að­gengi að svæð­inu og bæt­ir ör­yggi allra veg­far­enda.

Mik­il­vægt er að gest­ir svæð­is­ins og að­r­ir veg­far­end­ur sýna að­gát á svæð­inu á með­an fram­kvæmd­um stend­ur.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00