Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. júní 2022

    Mynd­un meiri­hluta fyr­ir kjör­tíma­bil­ið 2022 – 2026.

    Að lokn­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um 2022 hafa fram­boð Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Við­reisn­ar í Mos­fells­bæ ákveð­ið að gera með sér samn­ing um mynd­un meiri­hluta fyr­ir kjör­tíma­bil­ið 2022 – 2026. Eft­ir­far­andi mál­efna­samn­ing­ur flokk­anna er grund­vall­að­ur á stefnu­skrám þeirra fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar 2022.

    Það er markmið allra að­ila að mál­efna­samn­ingi þess­um að hafa að leið­ar­ljósi breiða sátt og sam­vinnu þvert á alla flokka í vinnu sinni fyr­ir Mos­fells­bæ. Áhersla verð­ur lögð á að all­ir full­trú­ar í bæj­ar­stjórn séu vel upp­lýst­ir um þau mál sem koma til af­greiðslu og að sjón­ar­mið allra komi að borð­inu áður en ákvörð­un er tekin. Lýð­ræð­is­leg og gagnsæ vinnu­brögð verði við­höfð í nefnd­ar­starfi bæj­ar­ins og lýð­heilsa, um­hverf­is­mál, ný­sköp­un og lýð­ræði í víð­um skiln­ingi verði ofin inn í allt nefnd­ar­starf.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00