Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Að lokn­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um 2022 hafa fram­boð Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Við­reisn­ar í Mos­fells­bæ ákveð­ið að gera með sér samn­ing um mynd­un meiri­hluta fyr­ir kjör­tíma­bil­ið 2022-2026. Eft­ir­far­andi mál­efna­samn­ing­ur flokk­anna er grund­vall­að­ur á stefnu­skrám þeirra fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar 2022.

Það er markmið allra að­ila að mál­efna­samn­ingi þess­um að hafa að leið­ar­ljósi breiða sátt og sam­vinnu þvert á alla flokka í vinnu sinni fyr­ir Mos­fells­bæ. Áhersla verð­ur lögð á að all­ir full­trú­ar í bæj­ar­stjórn séu vel upp­lýst­ir um þau mál sem koma til af­greiðslu og að sjón­ar­mið allra komi að borð­inu áður en ákvörð­un er tekin. Lýð­ræð­is­leg og gagnsæ vinnu­brögð verði við­höfð í nefnd­ar­starfi bæj­ar­ins og lýð­heilsa, um­hverf­is­mál, ný­sköp­un og lýð­ræði í víð­um skiln­ingi verði ofin inn í allt nefnd­ar­starf.

Ráð­ið verð­ur í stöðu bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar.


Fram­tíð­ar­sýn

Í öllu starfi okk­ar næstu fjög­ur árin mun­um við vinna að því móta fram­tíð­ar­sýn fyr­ir bæj­ar­fé­lag­ið í heild. Við vilj­um sjá alla fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu í Mos­fells­bæ taka mið af ein­stakri teng­ingu bæj­ar­ins við nátt­úr­una og þar sem mann­líf­ið og vel­sæld allra bæj­ar­búa er í fyrsta sæti. Mann­rétt­indi, lýð­ræði og gagn­sæi er leið­ar­stef í allri þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar við bæj­ar­búa. Við vilj­um sjá alla skóla Mos­fells­bæj­ar í fremstu röð þar sem vellíð­an allra barna og starfs­fólks er tryggð.

Við vilj­um sjá heild­stæða upp­bygg­ingu íþrótta­svæða í bæj­ar­fé­lag­inu þar sem horft er til fram­tíð­ar með fólks­fjölg­un í huga og að­gengi að fjöl­breyttu starfi.

Við vilj­um upp­bygg­ingu fjöl­breyttra íbúða­kosta fyr­ir alla íbúa en sér í lagi erum við með­vit­uð um fyr­ir­sjá­an­lega fjölg­un eldra fólks á kom­andi árum sem við vilj­um tryggja að geti átt áhyggju­laust ævikvöld. Með sama hætti vilj­um við tryggja að íbú­ar sem þurfa stuðn­ing, svo sem fólk með fatlan­ir, eigi þess kost að búa í Mos­fells­bæ og fá þjón­ustu sem ger­ir þeim kleift að lifa sjálf­stæðu lífi á eig­in for­send­um.

Við vilj­um sjá Mos­fells­bæ sem styð­ur við menn­ing­ar­starf og hef­ur byggt upp framúrsk­ar­andi að­stöðu fyr­ir fjöl­breytt lista- og menn­ing­ar­líf.

Þetta er okk­ar sýn og von fyr­ir fal­lega bæ­inn okk­ar. Í vinnu okk­ar mun­um við leggja okk­ur fram um að gera þessa sýn að veru­leika að svo miklu leyti sem unnt er á fjór­um árum.


Fram­sækin stjórn­sýsla og virkt lýð­ræði

Stjórn­sýsla Mos­fells­bæj­ar á að vera sta­fræn og í fremstu röð. Til að ná því tak­marki þarf að efla sta­f­ræna þró­un og ný­sköp­un. Lögð verð­ur áhersla á gagnsæ vinnu­brögð og sett verða mæl­an­leg markmið til að efla fag­leg­an grunn fyr­ir ákvarð­ana­töku. Stefnt er að inn­leið­ingu sta­f­rænna lausna til að auka skil­virkni í svörun er­inda og sam­skipt­um bæj­ar­ins við íbúa. Stjórn­kerf­ið og skipu­lag þess end­ur­spegli um­fang þeirr­ar þjón­ustu sem því er ætlað að veita. Þann­ig verði sjón­um beint að því efla og auka þann mannauð sem býr í starfs­fólki bæj­ar­ins í sam­ræmi við auk­inn íbúa­fjölda.

Lögð verð­ur áhersla á skil­virkt nefnd­ar­starf þar sem hug­að verð­ur að lýð­ræð­is­mál­um, lýð­heilsu, um­hverf­is­mál­um og ný­sköp­un í öll­um mála­flokk­um. Já­kvæð og upp­byggi­leg sam­skipti verða höfð að leið­ar­ljósi í allri okk­ar vinnu. Góð sam­skipti við bæj­ar­búa, fé­laga­sam­tök, fyr­ir­tæki og aðra hag­að­ila eru grund­völl­ur að far­sælli ákvarð­ana­töku. Að­koma bæj­ar­búa að stefnu­mót­un og ákvarð­ana­töku verð­ur aukin með fjöl­breytt­um hætti. Þann­ig verð­ur lögð áhersla á virkt íbúa­lýð­ræði og sam­skipti við hag­að­ila.

Nefnda­skipu­lag verð­ur tek­ið til end­ur­skoð­un­ar. Heiti Fjöl­skyldu­nefnd­ar verð­ur breytt í Vel­ferð­ar­nefnd til að end­ur­spegla bet­ur um­fangs­mik­ið hlut­verk henn­ar. Mik­il­vægt er að fag­nefnd­ir end­ur­spegli þau verk­efni sem eru um­fangs­mik­il og styðji við þær áhersl­ur sem unn­ið er eft­ir. Við mun­um því gera starfs­áætlun fyr­ir hverja nefnd fyr­ir sig þar sem helstu verk­efni og áhersl­ur eru skil­greind­ar. Verk­efn­um Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd­ar verð­ur skipt upp á milli Vel­ferð­ar­nefnd­ar, sem tek­ur við mann­rétt­inda­mál­um en ábyrgð­in á lýð­ræð­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar mun flytjast í Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd sem kem­ur í stað Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar.

Lögð verð­ur áhersla á að gefa at­vinnu­mál­um og ný­sköp­un auk­ið vægi í nefnd­ar­starfi bæj­ar­ins á kjör­tíma­bil­inu og mun því nefnd­in sem í dag heit­ir Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd verða At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd.

Lýð­ræð­is­málin og lýð­ræð­is­stefna bæj­ar­ins verða rauð­ur þráð­ur hjá öll­um fag­nefnd­um bæj­ar­ins.


Fjár­mál

Lögð verð­ur áhersla á ábyrg­an rekst­ur og gæði þjón­ust­unn­ar.

Á með­an Mos­fells­bær er stækk­andi sveit­ar­fé­lag og ákall er eft­ir meiri og fag­legri þjón­ustu við alla ald­urs­hópa er mik­il­vægt að tekju­stofn­ar séu traust­ir. Álagn­ingar­pró­sent­ur fast­eigna­gjalda verða lækk­að­ar til að koma til móts við hækk­un fast­eigna­mats eins og áður.

Um­bót­um á rekstri verð­ur fylgt eft­ir með skil­virku fjár­hags­legu eft­ir­liti með rekstri stofn­ana, áætlana­gerð og inn­kaup­um. Sér­stök áhersla verð­ur lögð á að sjálf­bærni í rekstri bæj­ar­ins.


Vel­ferð í for­grunni

Öll vel­ferð­ar­þjón­usta skal byggja á mann­rétt­ind­um, jafn­rétti og virð­ingu. Sett verða skýr markmið í vel­ferð­ar­mál­um sem hægt er að vakta með mæl­ing­um, bæði fjár­hags­leg­um og vel­ferð­ar tengd­um.

Lögð verð­ur áhersla á að inn­leiða að fullu barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna og að Mos­fells­bær fái við­ur­kenn­ingu sem barn­vænt sam­fé­lag á kjör­tíma­bil­inu. Lög um sam­þætta þjón­ustu í þágu far­sæld­ar barna skapa gríð­ar­leg tæki­færi að bæta og efla um­gjörð og þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur þeirra og lögð verð­ur áhersla á inn­leið­ingu þeirra í stjórn­kerfi bæj­ar­ins. Snemmtæk íhlut­un í mál­efn­um barna verð­ur meg­in­stef í þjón­ustu við þau.

Far­ið verð­ur eft­ir samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks. Þann­ig byggj­um við upp sam­fé­lag þar sem lögð er áhersla á virka þátt­töku án að­grein­ing­ar, virð­ingu fyr­ir fjöl­breyti­leika og jöfn tæki­færi fyr­ir alla.

Ráð­inn verð­ur að­geng­is­full­trúi til sveit­ar­fé­lags­ins. Not­endaráð fatl­aðs fólks verð­ur virkjað til að tryggja enn bet­ur hags­muni fatl­aðs fólks í Mos­fells­bæ og gæta að fram­gangi mála sem varða þau.

Unn­in verð­ur að­gerðaráætlun varð­andi upp­bygg­ingu sér­tækra bú­setu­úr­ræða fyr­ir fatlað fólk. Mik­il­vægt er að ná fyr­ir­sjá­an­leika í mála­flokkn­um svo tryggt sé að við­un­andi hús­næði sé til stað­ar til fram­tíð­ar.

Unn­ið verði mark­visst í að bæta sam­skipti við rík­is­vald­ið þeg­ar kem­ur að mál­efn­um eldra fólks og við­mið um ald­ur­svænt sam­fé­lag inn­leidd í starf­semi Mos­fells­bæj­ar. Unn­ið verði að því að bæta stoð­þjón­ustu bæj­ar­ins sem og að sam­þætta bet­ur heima­þjón­ustu og heil­brigð­is­þjón­ustu.

Öld­ungaráð verð­ur virkjað enn bet­ur til að gera því kleift að sinna ráð­gjaf­ar- og eft­ir­lits­hlut­verki sínu.

Í Mos­fells­bæ á fólk að geta búið sér heim­ili sem hent­ar þörf­um þeirra á hverju ævi­skeiði. Lyk­ill­inn að góðu sam­fé­lagi er sam­vera og sam­skipti sem næst bet­ur með bland­aðri byggð og fjöl­breytt­um bú­setu­kost­um.

Heilsa allra íbúa er mik­il­væg í hverju sam­fé­lagi og for­varn­ar­gildi heilsu­efl­andi starfs er ótví­rætt. Við mun­um leggja áherslu á áfram­hald­andi upp­bygg­ingu fag­legs starfs sem stuðl­ar að lík­am­legri, and­legri og fé­lags­legri heilsu eldri Mos­fell­inga.


Metn­að­ar­fullt starf í fræðslu­mál­um

Mos­fells­bær er mik­ill barna­bær og fræðslu­málin því um­fangs­mik­ið og mik­il­vægt verk­efni. Skól­ar Mos­fells­bæj­ar eiga að vera í fremstu röð og leggja áherslu á góða mennt­un, lýð­ræð­is­lega þátt­töku, mann­rétt­indi og vellíð­an barna. Skól­arn­ir okk­ar eru fyr­ir alla og við vilj­um styrkja þá með því
að efla snemm­tæka íhlut­un í mál­efn­um barna. Það þarf með­al ann­ars að gera með því að end­ur­skipu­leggja stoð­þjón­ust­una sem þarf að virka fyr­ir börn og þá starf­semi sem hverf­ist í kring­um þau.

Þjón­usta við börn á að hefjast strax að loknu fæð­ing­ar­or­lofi og skal unn­ið að því að bjóða upp á fjöl­breytta kosti þeg­ar kem­ur að dag­vist­un ungra barna.

Mik­il­vægt er að tryggja öll­um börn­um að­gengi að heilsu­sam­legu skóla­hús­næði. Sett verð­ur skýr stefna í upp­bygg­ingu skóla í sam­ræmi við íbúa­þró­un og heild­stæð við­haldsáætlun á nú­ver­andi skóla­hús­næði unn­in á grunni þarf­agrein­ing­ar og ástands­skoð­unn­ar.

Mark­visst verð­ur unn­ið að því að skóla­sam­fé­lag­ið í Mos­fells­bæ, bæði leik- og grunn­skól­ar, séu eft­ir­sókn­ar­verð­ir. Með því að leggja áherslu á ný­sköp­un, starfs­þró­un og fjöl­breytni í skólastarfi vilj­um við efla kenn­ara og starfs­fólk. Jafn­framt verð­ur sjálf­stæði skóla­stjórn­enda eflt.

Mos­fells­bær mun áfram byggja og reka hverf­is­skóla fyr­ir öll hverfi bæj­ar­ins en styðj­um jafn­framt fjöl­breyti­leika í rekstr­ar­formi ef sjálf­stæð­ir skól­ar vilja koma í bæ­inn.

Sett verða mæl­an­leg markmið til að fylgjast með því að líð­an barna í skól­um Mos­fells­bæj­ar sé góð.

Við leggj­um áherslu á að horft sé til fram­tíð­ar og skólaum­hverf­ið lag­að að kröf­um sam­fé­lags­ins til dæm­is þeg­ar kem­ur að hag­nýt­ingu upp­lýs­inga­tækni.

Við vilj­um skoða starfs- og rekstr­ar­um­hverfi Lista­skól­ans með það að mark­miði að gera fleiri börn­um kleift að stunda tón­list­ar­nám.


Íþrótt­ir og tóm­stund­ir fyr­ir alla

Mos­fells­bær er heilsu­efl­andi sam­fé­lag og á að vera leið­andi á landsvísu þeg­ar kem­ur að fram­boði og að­stöðu í fé­lags-, íþrótta- og tóm­stunda­mál­um. Markmið okk­ar er að íþrótta­mann­virki Mos­fells­bæj­ar svari þörf­um þeirr­ar fjöl­breyttu starf­semi sem þar fer fram. Sér­stak­lega
þarf að taka til­lit til fjölg­un­ar íbúa og þeirr­ar fjöl­breytni sem fyr­ir­finnst í mann­lífi bæj­ar­ins. Fólk á öll­um aldri með mis­mun­andi færni geti nýtt sér þá að­stöðu og þjón­ustu sem íþróttamið­stöðv­ar bjóða upp á.

Við vilj­um stuðla að sam­ráðsvett­vangi íþrótta- og tóm­stunda­fé­laga í Mos­fells­bæ.

Við mun­um vinna heild­stæða lang­tíma upp­bygg­ing­ar- og við­haldsáætlun fyr­ir Varmár­svæð­ið svo það stand­ist nú­tíma­kröf­ur. Hluti af þess­ari vinnu er að taka til skoð­un­ar áætlan­ir um þjón­ustu­bygg­ingu að Varmá. Opn­un­ar­tími sund­lauga verð­ur lengd­ur.

Sér­stak­lega verð­ur hug­að að stöðu barna frá efnam­inni heim­il­um hvað varð­ar stuðn­ing til þátt­töku í íþrótta- og tóm­stund­astarfi.

Starf­semi Bóls­ins í heild verð­ur end­ur­skoð­uð með það að mark­miði að efla starf­ið. Stefnt verð­ur að því að fé­lags­mið­stöðin verði opin allt árið enda for­varn­ar­gildi starfs­ins ótví­rætt.

Starf­semi Mos­ans og Úlfs­ins verð­ur efld og unn­in verð­ur lang­tíma­áætlun í upp­bygg­ingu á fé­lags- og tóm­stund­astarfi fyr­ir ungt fólk.

Unn­ið verð­ur að því að tengja bet­ur sam­an sum­ar- og vetr­ar­frístund og bæta þar með þjón­ustu við yngstu börn­in í grunn­skóla.

Að­gengi íbúa að nátt­úr­unni og fell­un­um í kring­um bæ­inn verð­ur auk­ið með bættu við­haldi og lagn­ingu nýrra stíga hvort sem er fyr­ir göngu­fólk og hlaup­ara, hjól­reiða­fólk eða hesta­menn.


Skipu­lag til fram­tíð­ar

Á kjör­tíma­bil­inu verð­ur í und­ir­bún­ingi stærsta upp­bygg­ing­ar­verk­efni sem sveit­ar­fé­lag­ið hef­ur kom­ið að. Lögð verð­ur áhersla á lýð­ræð­is­sjón­ar­mið í þeirri veg­ferð, upp­lýs­inga­gjöf og vönd­uð vinnu­brögð. Upp­bygg­ing á íbúð­ar­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, fyr­ir alla tekju­hópa, er mjög að­kallandi verk­efni og Mos­fells­bær ber ábyrgð í þeim efn­um gagn­vart nú­ver­andi íbú­um og íbú­um fram­tíð­ar­inn­ar.

Á kjör­tíma­bil­inu verð­ur lok­ið við end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar og skal skipu­lag­ið skapa rými fyr­ir fjöl­breytt bú­setu­form, at­vinnu, menn­ing­ar­líf og heilsu­efl­ingu. Mik­il­vægt er að á kjör­tíma­bil­inu sé vinna hafin við for­gangs­röðun og gerð ramma­skipu­lags mögu­legra upp­bygg­inga­svæða.

Ný hverfi verði skipu­lögð með sjálf­bærni í huga þar sem hug­að verði að þjón­ustu, sam­göng­um og lýð­heilsu sem og sam­heldni milli um­hverf­is og skipu­lags. Við stönd­um að baki Sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og styðj­um upp­bygg­ingu há­gæða al­menn­ings­sam­gangna inn­an svæð­is­ins ásamt áfram­hald­andi upp­bygg­ingu sam­göngu­stíga.

Við styðj­um lagn­ingu Sunda­braut­ar og telj­um hana vera mik­il­væga til að létta á um­ferð­ar­þunga í gegn­um Mos­fells­bæ.

Með breytt­um áhersl­um nú­tím­ans eins og fjar­vinnu og
lofts­lags­sjón­ar­mið­um er mik­il­vægt að skipu­lag stuðli að öfl­ugu og fjöl­breyttu at­vinnu­lífi í Mos­fells­bæ og til stað­ar sé mið­bæj­ar­skipu­lag sem lað­ar að sér verslun og þjón­ustu sem legg­ur grunn að kraft­miklu mann­lífi. Á kjör­tíma­bil­inu verð­ur mið­bæj­ar­skipu­lag­ið end­ur­skoð­að með til­liti til þessa.


Um­hverf­is- og loft­lags­mál

Mos­fells­bær er mik­il nátt­úruperla og úti­vist­ar­bær og eitt fal­leg­asta bæj­ar­stæði á land­inu. Hags­mun­ir bæði bæj­ar­búa og nátt­úr­unn­ar eru að um­hverf­is­mál séu í for­gangi í öll­um ákvörð­un­um sem tekn­ar eru enda snerta þau all­ar hlið­ar rekst­urs sveit­ar­fé­laga. Það er markmið okk­ar að Mos­fells­bær verði leið­andi sveit­ar­fé­lag í um­hverf­is­mál­um á kjör­tíma­bil­inu.

Lofts­lags­mál eru stærstu úr­lausn­ar­efni sam­tím­ans og fram­tíð­ar­inn­ar. Inn­leiða þarf metn­að­ar­fulla að­gerðaráætlun á grund­velli lofts­lags­stefnu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar með sér­stakri áherslu á lýð­heilsu, ný­sköp­un, um­hverf­is­mál og sjálf­bærni.

Á kjör­tíma­bil­inu verð­ur mark­visst unn­ið að inn­leið­ingu
hringrás­ar­hag­kerf­is­ins í sam­ræmi við Heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna og að bær­inn nái kol­efn­is­hlut­leysi og sjálf­bærni í rekstri.

Átak verð­ur gert í fræðslu til íbúa til að efla sjálf­bærni- og um­hverfis­vit­und. Grennd­ar­stöðv­um verð­ur fjölgað og íbú­um gert auð­veld­ara að flokka úr­g­ang. Aukin áhersla verð­ur lögð á við­hald og hreins­un á sam­eig­in­leg­um opn­um svæð­um, göt­um og göngu­stíg­um.

Við telj­um að meta þurfi kosti þess að í sveit­ar­fé­lag­inu verði lofts­lags­skóg­ur sem gegn­ir hlut­verki í kol­efn­is­bind­ingu Ís­lands og get­ur jafn­framt orð­ið úti­vist­ar­svæð­um bæj­ar­ins til mik­ils sóma.


Menn­ing­ar­mál

Mos­fells­bær á inni mik­il tæki­færi þeg­ar kem­ur að upp­bygg­ingu menn­ing­ar. Bær­inn býr að mik­illi sögu og í gegn­um tíð­ina hafa Mos­fell­ing­ar skarað fram úr í mörg­um list­grein­um.

Á kjör­tíma­bil­inu verð­ur unn­in þarf­agrein­ing á að­stöðu­mál­um fyr­ir menn­ing­ar­starf í bæn­um og á þeim grunni mót­uð fram­tíð­ar­sýn í mála­flokkn­um í sam­starfi við hag­að­ila.

Við vilj­um efla menn­ing­ar- og list­ast­arf í bæn­um. Sér­stök áhersla verð­ur lögð á lýð­heilsu, ný­sköp­un, um­hverf­is­mál og sjálf­bærni í stuðn­ingi sveit­ar­fé­lags­ins við menn­ing­ar- og list­ast­arf.

Notk­un og rekst­ur Hlé­garðs verð­ur end­ur­skoð­að­ur og gerð áætlun um nýt­ingu húss­ins og svæð­is­ins fyr­ir bæj­ar­búa.

Að­stöðu­mál Leik­fé­lags Mos­fells­sveit­ar verða skoð­uð sér­stak­lega með það að leið­ar­ljósi að eyða óvissu fé­lags­ins í hús­næð­is­mál­um.

Mos­fells­bær býr að sterkri og fjöl­breyttri at­vinnu-, byggða- og menn­ing­ar­sögu. Þá sögu vilj­um við vinna í að gera sýni­lega og styrkja þar með bæj­ar­brag­inn. Tek­inn verð­ur upp þráð­ur­inn við upp­setn­ingu fræðslu­skilta þar sem ör­nefn­um úr sögu sveit­ar­inn­ar er hald­ið til haga.

Bóka­safn Mos­fells­bæj­ar gegn­ir mik­il­vægu og fjöl­þættu
menn­ing­ar­hlut­verki hér í bæ sem verð­ur styrkt enn frek­ar á kjör­tíma­bil­inu.


At­vinna og ný­sköp­un

Öfl­ugt at­vinnu­líf er ein af grunnstoð­um hvers sam­fé­lags. Í Mos­fells­bæ eru öfl­ug fyr­ir­tæki en við telj­um að mik­ið svigrúm sé til þess að laða enn fleiri og fjöl­breytt­ari fyr­ir­tæki í bæ­inn og með því efl­um við at­vinnu­líf­ið, öll­um íbú­um til hags­bóta.

Við mun­um móta at­vinnu­stefnu Mos­fells­bæj­ar til fram­tíð­ar þar sem áhersla verð­ur lögð á lýð­heilsu, ný­sköp­un, um­hverf­is­mál og sjálf­bærni. Ný at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd mun leiða þá vinnu.

Við vilj­um að Mos­fells­bær verði eft­ir­sótt­ur bær til upp­bygg­ing­ar at­vinnu og til þess þarf að tryggja fjöl­breytt fram­boð at­vinnu­hús­næð­is og at­vinnusvæða. Hug­að verð­ur sér­stak­lega að þess­um þátt­um í allri skipu­lags­vinnu.

Í sama til­gangi verð­ur þjón­usta bæj­ar­ins við fyr­ir­tæki sem þeg­ar starfa eða vilja hefja starf­semi í bæn­um end­ur­met­in og leit­ast við að bæta og ein­falda ferla svo auð­veld­ara verði að hefja eða út­víkka at­vinnu­starf­semi í bæn­um.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00