Fyrirhugað er að malbika á ýmsum stöðum í Mosfellsbæ í næstu viku ef veður leyfir.
Fyrirhugað er að malbika á ýmsum stöðum í Mosfellsbæ í næstu viku ef veður leyfir.
Malbikunarframkvæmdir 16. ágúst
A) Gerplustræti 15-23
Mánudaginn 16. ágúst verður malbikað fyrir framan hús nr. 15 til 23 við Gerplustræti, ef veður leyfir. Götuhlutinn lokast því meðan á framkvæmdum stendur. Áætlað er að malbikun hefjist kl. 9:00 og ljúki kl. 14:00.
Íbúar og starfsmenn Helgafellsskóla eru vinsamlegast beðnir um að leggja ekki ökutækjum sínum á framkvæmdasvæðinu eða á bílastæðum sem lokast af við framkvæmdina.
B) Hesthúsahverfi og Sorpa
Mánudaginn 16. ágúst verður malbikað að hesthúsahverfi og Sorpu, ef veður leyfir. Lokað verður því að Sorpu milli kl. 12:00-16:00 og í hesthúsahverfi frá kl. 10:00-16:00.
Beðist er velvirðingar á þeim truflunum sem þessar framkvæmdir geta valdið og eru íbúar beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi.