Þriðjudaginn 22. ágúst, frá kl. 09:00 til 16:00, er ráðgert að malbika Vesturlandsveg, það er fjóra kafla næst hringtorgum við Langatanga og Reykjaveg.
Vesturlandsvegur verður settur á hjáleið um Skeiðholt meðan á framkvæmd stendur.
Viðeigandi merkingar verða settar upp. Byrjað verður á kafla við Reykjaveg til suðurs, svo í sömu akbraut við Langatanga og þaðan kaflarnir til norðurs, endað við Langatanga. Hver kafli er rúmlega 100 m. langur.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.