Föstudaginn 24. september er stefnt á að malbika báðar akreinar til suðurs á Vesturlandsvegi milli hringtorga hjá Ásavegi og Þverholti/Reykjavegi.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 9:00-17:00. Önnur akreinin verður malbikuð í einu svo hægt sé að halda veginum opnum á meðan. Hluta tímans verður vegur settur á hjáleið um Háholt frá ca. milli kl. 11:00-13:00.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og lokanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
Tengt efni
Samningar um glugga og innréttingar í Kvíslarskóla
Í dag var skrifað undir samninga um glugga og innréttingar í Kvíslarskóla og nemur upphæðin samtals um 450 mkr.
Vinna við fyrsta áfanga deiliskipulags íbúðarbyggðar að Blikastöðum er hafin
Skipulagsnefnd hefur samþykki að heimila skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar að hefja undirbúning vinnu við mótun fyrsta áfanga deiliskipulags íbúðarbyggðar að Blikastöðum.
Verksamningur um bætt umferðaröryggi við Reykjaveg undirritaður
Jarðval sf. var lægstbjóðandi í verk sem snýr að umferðaröryggi frá Bjargsvegi inn að Reykjum og hefur verksamningur verið undirritaður.