Fyrirhugað er að malbika Reykjaveg frá Dælustöðvarvegi að Reykjalundarvegi fimmtudaginn 23. júní frá kl. 11:00 til 16:00 ef veður leyfir.
Á tímabilinu kl. 11:00 til 14:00 verður hjáleið um Hafravatnsveg og eftir kl. 14:00 mun hjáleið um Skarhólabraut bætast við.
Aðkoma að húsum nr. 51 til 65 við Reykjaveg munu lokast á tímabilinu (11:00 – 16:00).
Við biðjumst velvirðingar á þeim truflunum sem þessar framkvæmdir geta valdið og biðjum vegfarendur um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi meðan á framkvæmdum stendur.
Tengt efni
Samþykkt fyrir útboði á uppbyggingu leikskóla í Helgafellshverfi
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að fela umhverfissviði að bjóða út áframhaldandi uppbyggingu og innréttingu á nýjum leikskóla í Helgafellslandi.
Reykjavegur - Umferðaröryggisaðgerðir
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að fara í opið útboð á umferðaröryggisframkvæmdum á Reykjavegi, frá Bjargsvegi inn að Reykjum.
Gatnagerð við Hamraborg - Langatanga
Mosfellsbær undirritaði í vikunni verksamning við verktakafyrirtækið Jarðval sf. um gatnagerðarframkvæmdir við nýja götu við Hamraborg – Langatanga.