Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. júlí 2021

Mal­bik­un við Hval­fjarð­ar­göng hef­ur ver­ið frestað til þriðju­dags­kvölds vegna veð­urs. Áætlað er að fram­kvæmd­irn­ar standi frá kl. 22:00 á þriðju­dags­kvöldi 27. júlí til kl. 07:00 að­faranótt mið­viku­dags þann 28. júlí.

Þriðju­dags­kvöld­ið 27. júlí og að­faranótt mið­viku­dags 28. júlí er stefnt á að mal­bika 800m kafla á Hring­vegi milli Kjal­ar­ness og Hval­fjarð­ar­ganga, ef veð­ur leyf­ir. Veg­in­um og Hval­fjarð­ar­göng­um verð­ur lokað í báð­ar átt­ir og verð­ur hjá­leið um Hval­fjörð. At­hug­ið að neyð­arakstri verð­ur hleypt í gegn­um vinnusvæð­ið ef nauð­syn kref­ur. Við­eig­andi merk­ing­ar og hjá­leið­ir verða sett­ar upp.

Áætlað er að fram­kvæmd­irn­ar standi frá kl. 22:00 til kl. 07:00.

Veg­far­end­ur eru beðn­ir um að virða merk­ing­ar og hraða­tak­mark­an­ir og sýna að­gát við vinnusvæð­in. Vinnusvæð­in eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög ná­lægt akst­urs­braut­um.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00