Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. júlí 2022

Í næstu viku er fyr­ir­hug­að að mal­bika í Mos­fells­bæ. Tíma­bundn­ar lok­an­ir verða í tengsl­um við þess­ar fram­kvæmd­ir sem aug­lýst­ar verða sér­stak­lega.

Þess­ar fram­kvæmd­ir eru háð­ar veðr­áttu og geta því  dag­setn­ing­ar og tíma­setn­ing­ar breyst.

Áætlað er að yf­ir­leggja eft­ir­far­andi svæði:

Mánu­dag­ur 18. júli:

  • Skóla­braut frá hraða­hindr­un við Ból­ið að hraða­hindr­un móts við Lág­holt 2A kl: 12:00 – 16:00
  • Frá leik­skól­an­um Höfða­bergi að hring­torgi við Baugs­hlíð kl: 8:00 – 11:00

Þriðju­dag­ur 19. júlí:

  • Skeið­holt frá hring­torgi á Skóla­braut yfir und­ir­göng kl: 9:00 – 14:00
  • Hringtorg – Skeið­holt/Tungu­veg­ur/Skóla­braut/Harð­ar­braut kl 9:00 – 14:00
  • Arn­ar­höfði – frá hraða­hindr­un við Baugs­hlíð að Blika­höfða/Fálka­höfða kl 14:00 – 16:30

Mið­viku­dag­ur 20. júlí:

  • Kvísl­artunga frá 22/40 upp að hraða­hindr­un við spennistöð kl: 13:00 -16:30
  • Laxa­tunga beygja neð­an við hús nr. 24 og 45 kl: 13:00 – 16:30
  • Ramp­ur frá Vest­ur­lands­vegi að Há­holti. Kl: 9:00 – 13:00

Um­ferð­ar­taf­ir geta fylgt fram­kvæmd­um sem þess­um þar sem loka þarf göt­um tíma­bund­ið.

Hver lok­un verð­ur aug­lýst sér­stak­lega fyr­ir fram­kvæmd­ar­dag ásamt leið­bein­ing­um um hjá­leið­ir sem verða not­að­ar á með­an á lok­un stend­ur. Ein­hverj­ar botn­langa­göt­ur geta lokast tíma­bund­ið.

Við biðj­umst vel­virð­ing­ar á þeim óþæg­ind­um og trufl­un­um sem af þess­um fram­kvæmd­um hljót­ast og biðj­um við veg­far­end­ur um að sýna fram­kvæmdarað­il­um til­lit­semi með­an á fram­kvæmd­um stend­ur.

Með­fylgj­andi kort sýna svæð­in sem verða yf­ir­lögð.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00