Í næstu viku er fyrirhugað að malbika í Mosfellsbæ. Tímabundnar lokanir verða í tengslum við þessar framkvæmdir sem auglýstar verða sérstaklega.
Þessar framkvæmdir eru háðar veðráttu og geta því dagsetningar og tímasetningar breyst.
Áætlað er að yfirleggja eftirfarandi svæði:
Mánudagur 18. júli:
- Skólabraut frá hraðahindrun við Bólið að hraðahindrun móts við Lágholt 2A kl: 12:00 – 16:00
- Frá leikskólanum Höfðabergi að hringtorgi við Baugshlíð kl: 8:00 – 11:00
Þriðjudagur 19. júlí:
- Skeiðholt frá hringtorgi á Skólabraut yfir undirgöng kl: 9:00 – 14:00
- Hringtorg – Skeiðholt/Tunguvegur/Skólabraut/Harðarbraut kl 9:00 – 14:00
- Arnarhöfði – frá hraðahindrun við Baugshlíð að Blikahöfða/Fálkahöfða kl 14:00 – 16:30
Miðvikudagur 20. júlí:
- Kvíslartunga frá 22/40 upp að hraðahindrun við spennistöð kl: 13:00 -16:30
- Laxatunga beygja neðan við hús nr. 24 og 45 kl: 13:00 – 16:30
- Rampur frá Vesturlandsvegi að Háholti. Kl: 9:00 – 13:00
Umferðartafir geta fylgt framkvæmdum sem þessum þar sem loka þarf götum tímabundið.
Hver lokun verður auglýst sérstaklega fyrir framkvæmdardag ásamt leiðbeiningum um hjáleiðir sem verða notaðar á meðan á lokun stendur. Einhverjar botnlangagötur geta lokast tímabundið.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum og truflunum sem af þessum framkvæmdum hljótast og biðjum við vegfarendur um að sýna framkvæmdaraðilum tillitsemi meðan á framkvæmdum stendur.
Meðfylgjandi kort sýna svæðin sem verða yfirlögð.