Í næstu viku er fyrirhugað að malbika í Mosfellsbæ. Tímabundnar lokanir verða í tengslum við þessar framkvæmdir sem auglýstar verða sérstaklega.
Þessar framkvæmdir eru háðar veðráttu og geta því dagsetningar og tímasetningar breyst.
Áætlað er að yfirleggja eftirfarandi svæði:
Mánudagur 18. júli:
- Skólabraut frá hraðahindrun við Bólið að hraðahindrun móts við Lágholt 2A kl: 12:00 – 16:00
- Frá leikskólanum Höfðabergi að hringtorgi við Baugshlíð kl: 8:00 – 11:00
Þriðjudagur 19. júlí:
- Skeiðholt frá hringtorgi á Skólabraut yfir undirgöng kl: 9:00 – 14:00
- Hringtorg – Skeiðholt/Tunguvegur/Skólabraut/Harðarbraut kl 9:00 – 14:00
- Arnarhöfði – frá hraðahindrun við Baugshlíð að Blikahöfða/Fálkahöfða kl 14:00 – 16:30
Miðvikudagur 20. júlí:
- Kvíslartunga frá 22/40 upp að hraðahindrun við spennistöð kl: 13:00 -16:30
- Laxatunga beygja neðan við hús nr. 24 og 45 kl: 13:00 – 16:30
- Rampur frá Vesturlandsvegi að Háholti. Kl: 9:00 – 13:00
Umferðartafir geta fylgt framkvæmdum sem þessum þar sem loka þarf götum tímabundið.
Hver lokun verður auglýst sérstaklega fyrir framkvæmdardag ásamt leiðbeiningum um hjáleiðir sem verða notaðar á meðan á lokun stendur. Einhverjar botnlangagötur geta lokast tímabundið.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum og truflunum sem af þessum framkvæmdum hljótast og biðjum við vegfarendur um að sýna framkvæmdaraðilum tillitsemi meðan á framkvæmdum stendur.
Meðfylgjandi kort sýna svæðin sem verða yfirlögð.
Tengt efni
Samningar um glugga og innréttingar í Kvíslarskóla
Í dag var skrifað undir samninga um glugga og innréttingar í Kvíslarskóla og nemur upphæðin samtals um 450 mkr.
Vinna við fyrsta áfanga deiliskipulags íbúðarbyggðar að Blikastöðum er hafin
Skipulagsnefnd hefur samþykki að heimila skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar að hefja undirbúning vinnu við mótun fyrsta áfanga deiliskipulags íbúðarbyggðar að Blikastöðum.
Verksamningur um bætt umferðaröryggi við Reykjaveg undirritaður
Jarðval sf. var lægstbjóðandi í verk sem snýr að umferðaröryggi frá Bjargsvegi inn að Reykjum og hefur verksamningur verið undirritaður.