Í sumar verða framkvæmdar malbiksyfirlagnir á nokkrum götum í Mosfellsbæ.
Þessar framkvæmdir er háðar veðráttu og geta því tímasetningar breyst.
Nr. | Staðsetning |
---|---|
1 | Álfatangi frá Þverholti að Brekkutanga |
2 | Reykjavegur frá Reykjabyggð að 50km skilti |
3 | Þverholti frá Skeiðholti að Kjarna |
4 | Hringtorg - Skeiðholt / Tunguvegur / Skólabraut / Harðarbraut |
5 | Skeiðholt frá hringtorgi á Skólabraut yfir undirgöng |
6 | Vogatunga - Tunguvegur að Vogatungu 23/45 |
7 | Reykjavegur - Frá Reykjalundarvegi að Reykjakoti |
8 | Arnarhöfði - Frá hraðahindrun við Baugshlíð að Blikahöfða/Fálkahöfða |
9 | Baugshlíð vestur rein - Vesturlandsvegur að eyjuenda |
10 | Flugumýri - miðjubotnlangi (20-24) |
11 | Höfðaberg - bílastæði, yfirlögn í boga |
12 | Skólabraut frá hraðah. v. skóla að hraðah. v. Lágholt 2a |
13 | Reykjavegur frá hringtorgi við Krikaskóla til suð-austurs |
14 | Kvíslatunga frá 22/40 upp að hraðahindrun við spennistöð |
15 | Rampur frá Vesturlandsvegi að Háholti |
16 | Æðarhöfði frá Blikastaðavegi að snúningshaus að Höfðabergi |
17 | Laxatunga - beygja neðan við nr. 24 |
Töluverðar umferðartafir munu fylgja þessum framkvæmdum því loka þarf götum tímabundið vegna framkvæmdanna. Hver lokun verður auglýst sérstaklega og gefnar út leiðbeiningar um hjáleiðir sem notaðar verða á meðan á lokun stendur. Sumar botnlangagötur geta þó lokast tímabundið.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum og truflunum sem þessar framkvæmdir geta valdið og biðjum vegfarendur um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi meðan á framkvæmdum stendur.
Tengt efni
Hitaveitulögn úr Arkarholti að Holtastöð
Byrjað á jarðvinnuframkvæmdum í vikunni.
Staða framkvæmda í Kvíslarskóla í lok júní 2022
Tekin hefur verið ákvörðun um að 1. hæð Kvíslarskóla verði lokuð frá og með næsta hausti og að kennt verði í lausum stofum á lóð skólans.
Malbikun á Reykjaveg frá Dælustöðvarvegi að Reykjalundarvegi
Fyrirhugað er að malbika Reykjaveg frá Dælustöðvarvegi að Reykjalundarvegi fimmtudaginn 23. júní frá kl. 11:00 til 16:00 ef veður leyfir.