Í áætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2021 er gert ráð fyrir endurnýjun malbiks á 16 götum og nýlögnum malbiks á 18 stöðum á grundvelli tillögu frá Verkfræðistofu Mannvits sem metið hefur ástand og þörf fyrir endurnýjun og nýlögn malbiks.
Á yfirlitskortunum sem hér fylgja má sjá staðsetningu þessara verkefna.
Yfirlagnir malbiks 2021
Stærstu yfirlagnir malbiks árið 2021 í Mosfellsbæ eru:
- Bjarkarholt (1)
- Gerplustræti fyrir framan Helgafellsskóla (2)
- Álafossvegur/Helgafellsvegur (3)
- Vefarastræti austurendi (4)
Nýlagnir malbiks 2021
Helstu nýlagnir malbiks árið 2021 í Mosfellsbæ eru:
- Stígur neðan Súluhöfða (8)
- Desjamýri (16)
- Strætóútskot við Skólabraut (15)
- Reykjahvoll botnlangar (12)