Drög að lýðheilsu- og forvarnarstefnu Mosfellsbæjar hafa verið lögð fram í samráðsgátt á Betra Íslandi.
Dagana 19. nóvember til 11. desember gefst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum færi á að kynna sér það efni sem nú liggur fyrir í stefnumótunarferlinu og koma sínum sjónarmiðum og ábendingum á framfæri.
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar samþykkti í júní 2019 að hefja vinnu við stefnumótun í lýðheilsu og forvörnum fyrir Mosfellsbæ. Stefnunni er ætlað að skerpa á markmiðum, leiðum og sérstöðu Mosfellsbæjar sem heilsueflandi samfélags.
Mosfellsbær hefur frá árinu 2012 verið leiðandi í hópi sveitafélaga sem láta sig heilsueflingu íbúa og starfsfólks varða. Mikilvægt atriði í þeirri vegferð er að samþætta sjónarmið lýðheilsu og forvarna inn í alla ákvarðanatöku og útfærslu verkefna bæjarins.
Tengt efni
Okkar heilsu Mosó
Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar hafa til 22. desember færi á að kynna sér drög að lýðheilsu- og forvarnarstefnu Mosfellsbæjar og koma sínum sjónarmiður og ábendingum á framfæri.
Lýðheilsu- og forvarnastefna í samráðsgátt
Drög að lýðheilsu- og forvarnarstefnu Mosfellsbæjar hafa verið lögð fram í samráðsgátt á Betra Íslandi.