Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. ágúst 2022

Leik­hóp­inn stofn­uðu þær Agnes Wild leik­kona og leik­stjóri, Sigrún Harð­ar­dótt­ir tón­list­ar­kona og Eva Björg Harð­ar­dótt­ir leik­mynda- og bún­inga­hönn­uð­ur.

All­ar ólust þær upp í Mos­fells­bæ og hafa ver­ið at­kvæða­mikl­ar í mos­fellsku menn­ing­ar­lífi í gegn­um tíð­ina. Stofn­með­lim­ir hóps­ins eiga grunn í Leik­fé­lagi Mos­fells­sveit­ar, skóla­hljóm­sveit­inni, tón­list­ar­skól­an­um og skóla­kór­un­um. Í list­rænu starfi legg­ur hóp­ur­inn áherslu á teng­ingu við Mos­fells­bæ

Leik­hóp­ur­inn hef­ur ein­beitt sér að sviðslist­um fyr­ir börn og var til­nefnd­ur til Grímu­verð­laun­anna 2017 í flokk­un­um „Barna­sýn­ing árs­ins“ og „Dans og sviðs­hreyf­ing­ar árs­ins“ fyr­ir sýn­ing­una Á eig­in fót­um. Leið­ar­ljós í starf­semi hóps­ins er áhersla á vandað menn­ing­ar­efni fyr­ir börn og ung­menni

Álfa­börn­in Þorri og Þura eru með­al sköp­un­ar­verka hóps­ins en einn­ig má nefna brúðu­sýn­ing­una Geim-mér-ei í Þjóð­leik­hús­inu og Tjald­ið í Borg­ar­leik­hús­inu. Báð­ar þess­ar sýn­ing­ar eru ætl­að­ar yngstu leik­hús­gest­un­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00