Leikhópinn stofnuðu þær Agnes Wild leikkona og leikstjóri, Sigrún Harðardóttir tónlistarkona og Eva Björg Harðardóttir leikmynda- og búningahönnuður.
Allar ólust þær upp í Mosfellsbæ og hafa verið atkvæðamiklar í mosfellsku menningarlífi í gegnum tíðina. Stofnmeðlimir hópsins eiga grunn í Leikfélagi Mosfellssveitar, skólahljómsveitinni, tónlistarskólanum og skólakórunum. Í listrænu starfi leggur hópurinn áherslu á tengingu við Mosfellsbæ
Leikhópurinn hefur einbeitt sér að sviðslistum fyrir börn og var tilnefndur til Grímuverðlaunanna 2017 í flokkunum „Barnasýning ársins“ og „Dans og sviðshreyfingar ársins“ fyrir sýninguna Á eigin fótum. Leiðarljós í starfsemi hópsins er áhersla á vandað menningarefni fyrir börn og ungmenni
Álfabörnin Þorri og Þura eru meðal sköpunarverka hópsins en einnig má nefna brúðusýninguna Geim-mér-ei í Þjóðleikhúsinu og Tjaldið í Borgarleikhúsinu. Báðar þessar sýningar eru ætlaðar yngstu leikhúsgestunum.
Tengt efni
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024
Á sérstakri hátíðardagskrá við setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ fimmtudaginn 29. ágúst var leirlistakonan Þóra Sigurþórsdóttir útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024.
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024 - Hægt að sækja um og tilnefna til og með 11. ágúst
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024 - Tilnefningar og umsóknir