Leikhópinn stofnuðu þær Agnes Wild leikkona og leikstjóri, Sigrún Harðardóttir tónlistarkona og Eva Björg Harðardóttir leikmynda- og búningahönnuður.
Allar ólust þær upp í Mosfellsbæ og hafa verið atkvæðamiklar í mosfellsku menningarlífi í gegnum tíðina. Stofnmeðlimir hópsins eiga grunn í Leikfélagi Mosfellssveitar, skólahljómsveitinni, tónlistarskólanum og skólakórunum. Í listrænu starfi leggur hópurinn áherslu á tengingu við Mosfellsbæ
Leikhópurinn hefur einbeitt sér að sviðslistum fyrir börn og var tilnefndur til Grímuverðlaunanna 2017 í flokkunum „Barnasýning ársins“ og „Dans og sviðshreyfingar ársins“ fyrir sýninguna Á eigin fótum. Leiðarljós í starfsemi hópsins er áhersla á vandað menningarefni fyrir börn og ungmenni
Álfabörnin Þorri og Þura eru meðal sköpunarverka hópsins en einnig má nefna brúðusýninguna Geim-mér-ei í Þjóðleikhúsinu og Tjaldið í Borgarleikhúsinu. Báðar þessar sýningar eru ætlaðar yngstu leikhúsgestunum.
Tengt efni
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2022
Óskað er eftir umsóknum og tilnefningum um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2022.
Listapúkinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2021
Þórir Gunnarsson, einnig þekktur sem Listapúkinn, er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2021.
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2021 - Hægt að senda inn tilnefningar til 1. júlí
Óskað er eftir umsóknum og tilnefningum um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2021.