Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. apríl 2021

    Vegna ít­rek­aðra skemmda­verka og slæl­egr­ar um­gengni hef­ur reynst nauð­syn­legt að setja öll hús­gögn í Kósí Kjarna í geymslu.

    Því verð­ur ekki unnt að nýta svæð­ið til sam­veru eins og vin­sælt hef­ur reynst á með­al ungra sem ald­inna á síð­ustu miss­er­um. Meg­in hluti gesta hef­ur ver­ið til stakr­ar fyr­ir­mynd­ar og gætt torg­ið lífi en á því hafa reynst af­drifa­rík­ar und­an­tekn­ing­ar með til­heyr­andi tjóni.

    Á næstu dög­um verðu unn­ið að við­gerð­um á hús­gögn­um, mat lagt á það hvort keypt verða ný hús­gögn í stað þeirra sem hafa ver­ið eyði­lögð og öfl­ug mynda­véla­vökt­un sett upp að nýju.

    Kósí Kjarni var eitt af þeim verk­efn­um sem íbú­ar völdu til fram­kvæmd­ar í Okk­ar Mosó 2019 og hef­ur breytt bæði ásýnd og auk­ið nýt­ingu á inni torg­inu í Kjarna til mik­illa muna.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00