Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. ágúst 2010

Rit­höf­und­ur­inn Jón Kalm­an Stef­áns­son hef­ur ver­ið val­inn bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2010.

Menn­ing­ar­mála­nefnd legg­ur til að bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2010 verði Jón Kalm­an Stef­áns­son.

Jón Kalm­an er verð­ug­ur að titl­in­um bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar. Hann hef­ur haslað sér völl sem einn af bestu rit­höf­und­um og ljóð­skáld sem fram hafa kom­ið hin síð­ari ár á Ís­landi. Hann hlaut Ís­lensku bók­mennta­verð­laun­in fyr­ir Sum­ar­ljós og svo kem­ur nótt­in árið 2005.  Hann hef­ur þrisvar sinn­um ver­ið til­nefnd­ur til bók­mennta­verð­launa Norð­ur­landa­ráðs, fyr­ir Sum­ar­ið bak við brekk­una, Ým­is­legt um risaf­ur­ur og tím­ann og Sum­ar­ljós og svo kem­ur nótt­in.

Jón Kalm­an hef­ur ver­ið bú­sett­ur í Mos­fells­bæ á ann­an ár­t­ug og hef­ur einn­ig starfað hér.

Um lista­mann­inn hef­ur ver­ið ritað eft­ir­far­andi:

“Skáld­sög­ur Jóns Kalmans Stef­áns­son­ar fjalla all­ar á einn eða ann­an hátt um lið­inn tíma. Þær eiga það sam­eig­in­legt að vera sagð­ar af manni sem horf­ir um öxl í von um að festa minn­ing­ar sín­ar í orð. Sög­un­um er miðlað ef sí­ná­læg­um sögu­manni sem stöð­ugt leit­ar inn í for­tíð­ina og dreg­ur úr hug­skot­um skraut­leg­ar per­són­ur og at­burði sem að lok­um mynda sam­fellda frá­sögn. Frá­sögn­in er þó stöð­ugt brot­in upp af hug­leið­ing­um sögu­manns um fram­rás tím­ans og hlut­skipti sitt sem skrá­setjara hins liðna. Sög­urn­ar hafa því all­ar sterk­an svip minn­inga­bóka, og fjalla í raun ekki síð­ur um hlut­skipti sögu­manns­ins and­spæn­is lið­inni ver­öld held­ur en þá liðnu ver­öld sem hann lýs­ir. Í upp­rifj­un hans fá liðn­ir at­burð­ir næst­um heim­sögu­leg­an blæ, og per­són­urn­ar sem stíga fram eru allt ann­að en hvers­dags­leg­ar. Gegn þess­um horfna heimi tefl­ir sögu­mað­ur sinni eig­in fá­brotnu til­veru sem upp­rifjanda og skrá­setjara, og manni verð­ur ekki ann­að skil­ið en að líf­ið sé alltaf feg­urra og stærra í fjar­lægð­um tím­ans, þeg­ar for­tíð­in er orð­in að skáldskap. Þessi nostal­g­íski sögu­mað­ur er í raun að­al­per­sóna allra sagna­bóka Jóns Kalmans Stef­áns­son­ar og jafn­mik­ið af­sprengi höf­und­ar­ins og að­r­ar per­són­ur þeirra.”

– Sölvi Björn Sig­urð­ar­son

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00