Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Jarðvinna vegna nýs leikskóla í Helgafellshverfi.
Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna verkefnisins: Jarðvinna vegna nýs leikskóla í Helgafellshverfi.
Helstu verkþættir eru:
Verkið felur í sér uppgröft á jarðefni og fyllingar undir byggingar, stoðveggi og bílaplan.
Helstu magntölur eru eftirfarandi:
- Uppgröftur: 16.000 m3
- Losun klappar: 500 m3
- Fyllingar: 20.000 m3
- Lagnaskurðir: 200 m
Útboðsgögn verða afhent í gegnum Ajour útboðsvef VSÓ frá og með kl. 10:00 á þriðjudeginum 21. júní 2022.
Tilboðum skal skilað rafrænt á sama stað, útboðsvef VSÓ, eigi síðar en fimmtudaginn 30. júní kl. 14:00.
Ekki verður haldinn opnunarfundur en niðurstöður verða birtar á útboðsvef VSÓ og á vef Mosfellsbæjar.