Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í Íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa íþróttakonu og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2021.
Kosning fer fram í þjónustugátt Mosfellsbæjar og stendur yfir dagana 23. desember til 2. janúar. Til að kjósa þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og velja flipann „Kosningar“. Velja skal konu í 1., 2. og 3. sæti sem og karl í 1., 2. og 3. sæti. Kosning er ekki gild nema valið sé í öll sætin.
Úrslit verða kynnt rafrænt í byrjun janúar.
Íþróttakonur sem eru tilnefndar:
- Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir – hestaíþróttir
- Amalía Ósk Sigurðardóttir – lyftingar
- Arna Rut Arnarsdóttir – frjálsar
- Ásthildur Emma Ingileifardóttir – taekwondo
- Bára Einarsdóttir – skotfimi
- Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir – frjálsar
- Birta Rún Smáradóttir – sund
- Cecilía Rán Rúnarsdóttir – knattspyrna
- Erna Sóley Gunnarsdóttir – frjálsar
- Eva Dís Sigurðardóttir – handknattleikur
- Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir – knattspyrna
- Hafrún Rakel Halldórsdóttir – knattspyrna
- Kristín Sól Guðmundsdóttir – golf
- Oddný Þórarinsdóttir – karate
- Thelma Dögg Grétarsdóttir – blak
Íþróttakarlar sem eru tilnefndir:
- Aron Elí Sævarsson – knattspyrna
- Benedikt Ólafsson – hestaíþróttir
- Blær Hinriksson – handknattleikur
- Friðbjörn Bragi Hlynsson – kraftlyftingar
- Guðni Valur Guðnason – frjálsar
- Gunnar Karl Jóhannesson – akstursíþróttir
- Hafþór Harðarson – keila
- Oliver Ormar Ingvarsson – bogfimi
- Pétur Árnason – hjólreiðar
- Sigurður Þráinn Sigurðsson – sund
- Sigþór Helgason – blak
- Steingrímur Bjarnason – akstursíþróttir
- Sverrir Haraldsson – golf
- Viktor Elí Sturluson – fimleikar
- Þórður Jökull Henrysson – karate
- Wiktor Sobczynski – taekwondo
Tengt efni
Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar 2023
Átta konur og ellefu karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2023.
Tilnefningar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2023 - Hægt að senda inn tilnefningar til 24. nóvember
Hægt er að senda inn tilnefningar til 24. nóvember.
Tilnefningar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2023
Hægt er að senda inn tilnefningar til 19. nóvember.